Ber stoltur nafnið Skógar-Þröstur

Húsvíkingar fylgjast grannt með sínu fólki og það á við um Þröst Eysteinsson, nýskipaðan skógræktarstjóra, sem þeir virðast hafa ættleitt eftir að hann vann þar sem framhaldsskólakennari að loknu háskólanámi.


Í héraðsfréttablaðinu Skarpi birtist nýverið vísa sem honum var send í tilefni embættistökunnar um áramótin og er svohljóðandi:

Skógræktarstjóra brautin bein,
byrjaði hér um daginn.
Skógar-Þröstur á grænni grein:
„Gangi þér allt í haginn.“

Á eftir fylgir síðan stutt skýring frá Þresti sjálfum sem virðist hafa tekið gælunafnið í sátt en ekki verið sáttur við það í fyrstu.

„Þegar ég var smákrakki var mér strítt með því að uppnefna mig skógarþröst, eins og börn gera gjarnan. Ég man að mér þótti það vont, ekki út af nafninu, heldur bara af því að verið var að stríða mér. Nú ber ég stoltur skógarþrastarnafnið.“

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.