Ekki sama Fellaskóli og Fellaskóli

Blaðamenn DV hlupu á sig í gær þegar þeir birtu mynd af Fellaskóla í Fellabæ á Fljótsdalshéraði með frétt um atvik sem átti sér stað í Fellaskóla í Breiðholti í Reykjavík þegar nemanda var neitað um að kaupa sér pítsusneið í mötuneytinu á öskudaginn.


Allmargir hafa hent gaman að óförum DV-fólks enda allt nett kómískt þegar menn rugla hlutunum á almannafæri. Hins vegar hefði mátt fyrirbyggja mistökin.

Heimildir eru um að Fellamenn hafi þegar skólinn í Reykjavík reis sent bréf (í fleirtölu) þar sem þeir vöktu athygli á því að nafnið gæti haft rugling í för með sér, eins og nú hefur komið á daginn, og vöruðu við því.

Þeir töluðu hins vegar fyrir daufum eyrum.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.