Lítil samúð með Grindvíkingum

Djúpavogsbúar virðast litla samúð hafa með bæjarráði Grindavíkur sem virðist telja sig hafa verið snuðað um forkaupsrétt á línuveiðibátnum Óla á Stað og tæplega 1200 tonna kvóta til Loðnuvinnslunnar í síðustu viku eins og Austurfrétt greindi frá í gær.


Djúpavogsbúum er í fersku minni þegar Grindavíkurbær aðstoðaði útgerðarfyrirtækið Vísi þegar það hvarf frá Djúpavogi með alla sína vinnslu og tók með kvóta sem það hafði eignast í gegnum Búlandstind fyrir tveimur árum.

Eins má telja víst að lítil samúð sé meðal Þingeyringa og Húsvíkinga sem jafnvel máttu þola enn harkalegri meðferð af hálfu Vísis en Djúpavogsbúar.

Djúpavogsbúar hafa tíst um að Fröken Karma hafi heimsótt Grindavík og að forsvarsmenn bæjarins hafi til þessa „allt að því fagnað margfalt stærri tjónum í öðrum sjávarplássum.“

Vert er þó að taka fram að Óli á Stað er keyptur frá Stakkavík ehf. sem er ótengd Vísi.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.