Næsta skref hjá Sigmundi Davíð?

Atburðir síðustu daga í stjórnmálunum hafa vægast sagt verið með hreinum ólíkindum. Óhætt er að segja að enginn hafi getað séð fyrir atburðarásina sannleikurinn oft ótrúlegri en nokkurt skáldverk.

 

Þegar slíkir atburðir eru í loftinu geta margskonar sögusagnir mjög auðveldlega fengið byr undir báða vængi, og það verður að segjast eins og er að ein kátlegasta afleiðing þessara tíðinda er það ástand sem samkvæmt heimildum Tístsins skapaðist í morgun innan veggja Menntaskólans á Egilsstöðum.

 

Eins og glöggir lesendur vita ef til vill þá var staða skólameistara við skólann auglýst laus til umsóknar fyrir skömmu. Nú líður að því að nöfn umsækjenda verði birt, en í dag fór eins og eldur í sinu um skólann sú fregn að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, væri einn umsækjenda og væri nánast öruggur um að hreppa stöðuna.

 

Ritari skólans, Kristjana Valgeirsdóttir eða  „Kristjana í búrinu“ eins og hún er þekkt meðal nemenda, mátti að sögn hafa sig alla við að svara fyrirspurnum nemenda sem mættu til hennar í mismiklu tilfinningalegu uppnámi til að leita staðfestingar á fregnunum. Hún mun hafa tjáð þeim að ólíklegt sé að sagan sé á rökum reist!

 

En Tístið veit í raun ekki lengur hvað er líklegt og hvað ekki! Allir mælikvarðar á eðlilegan framgang mála og atburðarás eru löngu sprungnir og því ekki hægt að fullyrða nokkurn hlut lengur. En þetta mun auðvitað koma í ljós á næstunni þegar listi yfir umsækjendur verður birtur.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.