Páskafríið var of langt

Snjáldurskruddan (e. Facebook) hefur í dag verið uppfull af frásögnum af misvel lukkuðum aprílgöbbum og grobbi frá þeim sem séð hafa í gegnum göbb annarra.


Ein frásögnin sem kom fyrir augu tístsins var frá Írisi Randversdóttur, kennara í Egilsstaðaskóla. Nemendur hennar í fimmta bekk tóku á móti henni í morgun með sæg af þeim göbbum sem eru sérstaklega fyndin þegar maður eru tíu ára: að það séu kóngulær í hárinu, kúkur á gólfinu og svo framvegis.

En Íris átti mótleik.

Grafalvarleg settist hún niður niður með nemendunum og tilkynnti þeim að það yrði skóli á morgun – og aftur á sunnudaginn. Páskafríið hefði verið of langt og því yrði að jafna það út með kennslu um helgina.

„Þeir urðu hinir verstu, mjög hneykslaðir og fúlir - skræktu upp yfir sig og vildu sko fá að vita af hverju og hvaða óréttlæti og allt þetta (nota ímyndunaraflið kæru lesendur!)

Þeim lá hreinlega við hysteríu og ég þá varð ég að segja FYRSTI APRÍL!! Þeir urðu svo dásamlega fúlir!!!

Ég mátti eyða heillöngum tíma í að róa þá og sannfæra um að það yrði EKKI skóli heldur frí! Það getur nefnilega verið varasamt að hamast í gömlum eitruðum kennurum!!!“

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.