Pikachu í felum í Norðfjarðargöngum

Austfirðingar eins og aðrir ganga nú með nefið límt niður í snjallsímana í leit að Pokémon skrímslunum sem leynast á hinum ólíklegustu stöðum.


Á Facebook-síðu verkfræðistofunnar Hnits, sem hefur eftirlit með framkvæmdum við ný Norðfjarðargöng, segir svo frá að starfsmenn hennar hafi rekist á óboðna gesti í einu af útskotum ganganna við eftirlitsferð um gær.

Þar hafi verið kominn hópur Pokémona sem flúið hafi undan „ágengum snjallsímaeigendum en í göngunum er hvorki netsamband né GPS.“ Mynd er birt af hópnum til stuðnings fullyrðingunni.

Göngin eru hins vegar laus við alla Pokémona þar sem Pikachu, Zubat og félögum var snarlega vísað út þar sem göngin eru lokað vinnusvæði og þeir hvorki með hjálm né í öryggisvestum!

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.