Austfirskur fréttaannáll 2013 - Febrúar

Article Index

rolla brekkugerdi webFebrúar:

Málefni íbúa í húsum sem myglusveppur hefur grasserað í voru rædd á opnum fundi á Egilsstöðum. Nýleg hús voru skemmd bæði þar og á Reyðarfirði. Þar var fullyrt að leikskólinn á Egilsstöðum væri ekki með myglusvepp en þó ákveðið að leita betur. Það var mönnum því áfall þegar sveppur fannst í skólabyggingunni.

Tilkynnt var að Gísli Jónatansson myndi hætta sem kaupfélagsstjóri og framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði eftir fjörutíu ára starf. Hann var kvaddur um haustið um leið og haldið var upp á 80 ára afmæli kaupfélagsins.

Forsvarsmenn austfirsku sveitarfélaganna sömdu um almenningssamgöngukerfi sem átti að teygja sig yfir allan fjórðunginn. Í Fjarðabyggð var deilt um gjaldskrá innan sveitarfélagsins og hvort rétt væri að þeir sem þyrftu að fara um lengri leið greiddu hærra fargjald.

Borgfirðingum gramdist að Síminn ætlaði að leggja ljósnet á alla aðra þéttbýlisstaði á Austurlandi en þangað. Farsímasamband var eflt í staðinn

Fyrsta skóflustungan var tekin að nýju hjúkrunarheimili á Egilsstöðum sem er framkvæmd upp á rúman milljarð. Enn var þó ósamið um bygginguna sjálfa en það var gert um vorið.

Kind sem fannst eftir 80 daga veru í snjóskafli í Fljótsdal vakti mikla athygli fyrir að hafa þraukað. Reyðfirðingar urðu fimmfaldir Íslandsmeistarar í glímu og platan með Kjuregej fékk sérstök verðlaun á íslensku tónlistarverðlaununum.

Bar sig vel eftir 80 daga í skaflinum. Mynd: Jóhann F. Þórhallsson

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.