Orkumálinn 2024

Austfirskur fréttaannáll 2013 - Mars

Article Index

fjardarheidi crash 18032013 il snyrtMars:

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, var kýldur í andlitið á Góublóti í Brúarási. Árásarmaðurinn sá fljótt að sér og baðst afsökunar. Kjaftshöggið virtist lítið fá á Sigmund sem flutti lögheimili sitt að Hrafnabjörgum í Jökulsárhlíð. Leikkonan Saga Garðarsdóttir reyndi síðar að fara heim til hans til að afhenda honum bréf en mun ekki hafa komist lengra en í Fáskrúðsfjörð.

Ófært var á Fjarðarheiði. Ungmennum á leið í Egilsstaði var illa brugðið þegar bíllinn sem þau voru í snérist í hálfhring þegar snjóplógurinn keyrði aftan á þau.

Menningarmiðstöðin Skaftfell fékk Eyrarrósina, sem er viðurkenning afhent framúrskarandi menningarverkefnum á landsbyggðinni. Austfirðingar tóku sig saman og stofnuðu samtök fólks í skapandi greinum.

Einar Rafn Haraldsson tilkynnti um að hann myndi hætta sem framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands. Kristín Albertsdóttir kom í hans stað.

Höttur komst í úrslitakeppni fyrstu deildar karla í körfuknattleik.

Í blindbyl á Fjarðarheiði. Mynd: Ingibjörg Lárusdóttir

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.