Austfirskur fréttaannáll 2013 - Júlí

Article Index

tjaldsvaedi egs 100713 0005 webJúlí:

Ferðamannaflaumur skall á Austurlandi. Öll tjaldsvæði fylltust af sólarþyrstum Íslendingum og flæðilínur samskiptamiðla af sólarmyndum úr forritinu InstaWeater.

Borgfirðingar stofnuðu Framfarafélag en áhugi er meðal ungs fólks að flytja heim til staðarins og skapa sér þar framtíð

Verktaki við byggingu bryggju á Djúpavogi sveik erlenda starfsmenn um bæði aðstöðu og laun. Þrýstingur frá sveitarfélaginu varð meðal annars til þess að gengið var í málið og verktakinn sviptur verkinu.

Eysteinn Hauksson var leystur undan störfum sem þjálfari knattspyrnuliðs Hattar. Um mitt mót hafði liðið ekki unnið leik og var neðst í annarri deild. Fyrirliðinn Birkir Pálsson tók við liðinu út leiktíðina.

Bandaríski tónlistamaðurinn John Grant var aðalnúmerið á Bræðslunni, fjöldi gesta mætti á Eistnaflug sem var nefnd sem ein besta tónlistarhátíð landsins og listahátíðin LungA vakti alþjóðlega athygli.

Sjómenn voru áberandi á tekjulistum Austurfréttar. Einn úr þeirra hópi, skipstjórinn Sturla Þórðarson, var skattakóngur.

Fullt tjaldsvæðið á Egilsstöðum í júlí. Mynd: GG

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.