Atvinnumál fatlaðs fólks á Egilsstöðum

Helga Dögg Teitsdóttir og Elísabet Ósk Sigurðardóttir skrifa:  Að taka virkan þátt í ýmiss konar starfsemi og samskiptum við aðra er einn þáttur í því að eiga gott líf.  Það að hafa vinnu spilar stóran sess í lífi hvers einstaklings, ekki síst hjá þeim sem af einhverjum orsökum búa við skerta starfsgetu.Hér á Austurlandi hefur vinnu- og verkþjálfunarstaðurinn Stólpi á Egilsstöðum spilað stórt hlutverk í þeim tilgangi að gefa fötluðu fólki tækifæri til að nýta starfsgetu sína.  Eitt af hlutverkum Stólpa hefur verið móttaka á umbúðum með skilagjaldi en Stólpi var um árabil umboðsaðili Endurvinnslunnar ehf.  Á því hefur nú orðið breyting og viljum við greinarhöfundar skýra frá í hverju hún felst.

Lesa meira

Ljósmyndasamkeppni fyrir krakka!

Austurglugginn efnir til ljósmyndasamkeppni fyrir krakka í sumar. Þátttakendur geta allir verið sem fæddir eru árið 1997 eða síðar (ath. að í auglýsingu í Austurglugganum misritaðist ártalið). Bestu myndirnar verða birtar í blaðinu og sýndar á ljósmyndasýningu í haust. Höfundur langbestu myndarinnar fær góð verðlaun. Reglur keppninnar eru eftirfarandi:

krakkamyndir.jpg

Lesa meira

Frábærir bikarsigrar

Fjarðabyggð og Höttur unnu bæði útileiki sína í 32ja liða úrslitum bikarkeppni karla í knattspyrnu í dag. Hattarmenn unnu Selfyssinga eftir vítaspyrnukeppni og Fjarðabyggð vann Hauka í vítaspyrnukeppni.

 

Lesa meira

TAK rannsakar stöðu kvenna

Tengslanet austfirskra kvenna hefur ýtt úr vör rannsókn á stöðu kvenna á Austurlandi og afstöðu þeirra til ýmissa málefna sem snerta búsetu á svæðinu.  Þeir þættir sem eru sérstaklega verða til skoðunar eru  atvinna, menntun, völd, samgöngur, fjölskylduvænleiki og fleira. Auk þess er að hluta kannað hvaða áhrif  stóriðjuframkvæmdir hafa haft á stöðu kvenna í fjórðungnum. Gagnasöfnun fer fram með viðtölum við konur á svæðinu, bæði þær sem búið hafa lengi og þær sem hafa flutt á svæðið nýlega eða á síðustu árum.  Viðtölin verða afrituð og greind og niðurstöður rannsóknarinnar settar fram í skýrslu sem afhent verður TAK. Þátttakendur verða ekki persónuauðgreindir og ekki vitnað í þá undir eigin nöfnum nema þeir gefi til þess leyfi.  Rannsóknin hefur verið tilkynnt til Persónuverndar. Rannsóknin er framkvæmd af Tinnu Halldórsdóttur, MA nema í félagsfræði, og verður að einhverju leyti notuð í MA ritgerð við félagsvísindadeild HÍ.

konur.jpg

Austurglugginn kominn út

Austurglugganum er að þessu sinni dreift á öll heimili á Austurlandi og fylgir blaðinu kynningarblað um Jazzhátíð Egilsstaða á Austurlandi sem hefst í næstu viku á Egilsstöðum, í Neskaupstað og á Seyðisfirði. Meðal efnis í Austurglugganum er viðtal Gunnars Gunnarssonar við Matti Vanhanen, forsætisráðherra Finna, um ESB og landbúnaðarmálin, leiðaraumfjöllun um kvenréttindadaginn í dag og viðtal við Sigrúnu Steindórsdóttur sem lauk á dögunum sveinsprófi í húsgagnasmíði, ein fárra kvenna. Þá eru umfjöllun og myndir frá brautskráningu nemenda við Verkmenntaskóla Austurlands og Menntaskólann á Egilsstöðum. Eins og glöggir lesendur hafa eflaust áttað sig á hefur útgáfudegi Austurgluggans verið hnikað til og kemur hann út á föstudögum í sumar. Austurglugginn; - brakandi ferskur og sumarlegur.

agl_kominn_t1_2.jpg

Söngfuglar athugið!

Dagana 10 – 12. júlí n.k. heldur Jon Hollesen kórstjóri, söngkennari og raddþjálfari, námskeið í Kirkju- og menningarmiðstöðinni Eskifirði. Námskeiðið er öllum opið sem vilja syngja, og nýtist kórsöngvurum einstaklega vel, að sögn Kára Þormar.

choir.jpg

Lesa meira

Brýnt að skilgreina sérstöðu Austurlands til framtíðar

Vaxtarsamningi fyrir Austurland lýkur í lok þessa árs og fer þá í endurnýjun. Á milli 20 og 30 varanleg störf hafa orðið til fyrir atbeina samnginsins. Þau eru flest fyrir háskólamenntaða einstaklinga. Iðnaðarráðuneytið hefur gefið til kynna að við endurnýjun Vaxtarsamnings verði lögð aukin áhersla á sérhæfingu svæða til framtíðar. Austfirðingar þurfa því að skilgreina hver sérhæfing fjórðungsins á að vera miðað við aðra landshluta. Gera má ráð fyrir að í næsta vaxtarsamningi verði  aukin áhersla á að ýta undir rannsóknir og nýsköpun í málum sem tengjast slíkri sérhæfingu.

bjrk_sigurgeirsdttir_vefur.jpg

Lesa meira

Stofna á hollvinasamtök Vatnajökulsþjóðgarðs

Á sunnudag verða stofnuð hollvinasamtök Vatnajökulsþjóðgarðs, undir nafninu Vinir Vatnajökuls. Fer stofnun þeirra fram á fundi í Öskju, Náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands kl. 14. Meðal framsögumanna verða Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra, Kristín Ingólfsdóttir, rektor HÍ, Þórður H. Ólafsson, framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs og Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir. Tilgangur Vina Vatnajökuls verður að afla fjár til að styrkja rannsóknir, kynningar‐ og fræðslustarf er stuðli að því að sem flestir geti notið þeirra náttúrufyrirbæra og þeirrar sögu sem þjóðgarðurinn hefur að geyma.

icelang4.jpg

Framlög Vaxtarsamnings til ferðaþjónustu

Nýverið var úthlutað fjármagni og sérfræðiframlagi úr Vaxtarsamningi Austurlands. Stutt var við sjö verkefni að þessu sinni og eru þau öll tengd ferðaþjónustu á einn eða annan hátt.

vaxtarsamningur_austurlands.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.