Nær sólin að skína á þjóðina alla á ný?

Karólína Þorsteinsdóttir skrifar:    Vorið er að koma og þó að það sé þoka í dag erum við búin að fá marga sólskinsdaga. Við erum umgirt háum og tignarlegum fjöllum sem mynda hring í kringum fjörðinn, fjöllum sem vekja hrifningu margra sem koma, ekki síst allra listamannanna sem heimsækja Seyðisfjörð

Lesa meira

Fjórir nýir þingmenn í NA-kjördæmi-Vinstri grænir fengu flest atkvæði - Arnbjörg dettur af þingi

Síðustu tölur úr Norðausturkjördæmi bárust um kl. níu í morgun. Á kjörskrá voru 28.362. Talin atkvæði eru 24.249 og kjörsókn 85,5%. Framsóknarflokkur hlaut 5.905 atkvæði, Sjálfstæðisflokkur 4.079 atkvæði, Frjálslyndi flokkurinn 384 atkvæði, Borgarahreyfingin 690 atkvæði, Lýðræðishreyfingin 61 atkvæði, Samfylkingin 5.312 og Vinstri hreyfingin-grænt framboð 6.937 atkvæði. Auðir seðlar voru 826 og ógildir seðlar 55. Þetta voru síðustu tölur sem beðið var eftir í kosningunum. Samkvæmt þessu er Sjálfstæðisflokkurinn með 17,5% fylgi í kjördæminu og fær tvo menn (missir 1), Framsóknarflokkur með 25,3% og fær tvo menn (missir 1), Samfylking 22,7% og fær þrjá menn, þar af einn jöfnunarmann, Vinstri hreyfingin-grænt framboð með 29,7% og fá þrjá menn og Frjálslyndi flokkurinn með 1,6% og engan mann. Borgarahreyfingin hlaut 3% og er ekki með mann í NA og Lýðræðishreyfingin með 0,3% og fær ekki heldur mann.

Lesa meira

Þjóðleik púslað saman

Þjóðleikur, stærsta leiklistarhátíð sem haldin hefur verið á Íslandi, var sett við formlega viðhöfn fyrr í dag. Í opnunarhófi veittu Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhússtjóri og Vigdís Jakobsdóttir deildarstjóri fræðsludeildar Þjóðleikhússins viðurkenningar til leikhópanna þrettán sem taka þátt. Meðal gesta voru forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra, þingmenn og frambjóðendur í Norðausturkjördæmi og bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs. Ungmenni af öllu Austurlandi sem þátt taka í Þjóðleik flykktu sér um kl. 13 í mikla skrúðgöngu við Valaskjálf og marséruðu niður að menningarmiðstöðinni Sláturhúsinu. Á þessum tveimur stöðum fara fram hátt í 30 leiksýningar á næstu þremur dögum. Hóparnir lögðu hver sitt púsl í mynd sem, þegar allt var komið, myndaði merki Þjóðleiks.

tjodleikur

Lesa meira

Draumur um bókabúð

Fyrir fáeinum árum dreymdi mig um að góðærið myndi geta af sér góða og fallega bókabúð í bænum þar sem ég bý. Og kannski bakarí sem opnaði snemma með rjúkandi nýbökuðu, líka á sunnudagsmorgnum. Gott ef ég hélt ekki að kvikmyndahús sprytti upp líkt og fyrir galdra og kannski meira að segja framandlegur veitingastaður í þokkabót. Það átti svo margt að dafna og einstaklingsframtakið að blómstra.

Lesa meira

Nýir þingmenn Austfirðinga?

Mikil gleði ríkti á kosningaskrifstofu Samfylkingarinnar á Egilsstöðum í kvöld, þegar ljóst varð að Jónína Rós Guðmundsdóttir yrði líklega þingmaður norðausturkjördæmis ásamt þeim Kristjáni L. Möller og Sigmundi Erni Rúnarssyni. Þau atkvæði sem talin hafa verið benda til að Samfylkingin sé að vinna stórsigur í kosningunum. Aðrir splunkunýir þingmenn kjördæmisins gætu orðið Sigmundur Ernir Rúnarsson, Samfylkingu, Björn Valur Gíslason fyrir Vinstri græna og Tryggvi Þór Herbertsson fyrir Sjálfstæðisflokk.

kosningakvöld

Lesa meira

Nýr Austurgluggi kominn út

Austurglugginn er að mestu helgaður kosningunum á morgun. Auk greina frambjóðenda, þar sem baráttumálin eru reifuð, er umfjöllun um stöðu flokkanna og íslenskt lýðræði. Efling sveitarstjórnarstigsins er tekin til skoðunar auk fleiri mála sem tengjast ástandi þjóðarbúsins. Austurglugginn fæst á betri blaðsölustöðum fjórðungsins.

agl_kominn_t3.jpg

Ár stjörnufræðinnar - Undur alheimsins

Helgi Hallgrímsson skrifar:   Árið 2009 hefur verið útnefnt „Alþjóðlegt ár stjörnufræðinnar“, að frumkvæði Alþjóðasambands stjörnufræðinga (IAU) og UNESCO, undir kjörorðinu Undur alheimsins. Opnunarhátíð var haldin í París 15. og 16. janúar sl. Það fór víst framhjá fjölmiðlafólki á Íslandi, sem þó mun vera í hópi 135 ríkja sem lofaði þátttöku.

stjrnuskoun_2.jpg

Lesa meira

Kjósendur sýna vilja sinn í dag

Alþingiskosningar eru í dag. Kjörstaðir opnuðu kl. 09 og flestir verða þeir opnir fram til kl. 22 í kvöld. 227.896 manns, 18 ára og eldri, mega kjósa; 114.295 konur og 113.601 karl. Kosið er í sex kjördæmum um 63 fulltrúa stjórnmálaflokkanna og eru 54 þeirra kjördæmakjörnir og 9 jöfnunarþingmenn. Kosningaveðrið á Austurlandi er með ágætum, fremur stillt og gengur á með skúrum. Ástand vega er þokkalegt, en Öxi og Hellisheiði lokaðar, auk vegarins í Mjóafjörð. Þar er þó snjótroðari til taks og verður annað hvort siglt með atkvæði Mjófirðinga yfir á Norðfjörð eða farið með þau á snjóbílnum áleiðis til Egilsstaða eftir atvikum. Á vefnum www.kosning.is má finna ýmsar nytsamlegar upplýsingar um kosningarnar.

fyrsti_kjsandinn__morgun_vefur.jpg

Lesa meira

Frávísun til skoðunar í heilbrigðisráðuneyti

,,Frávísun ríkissaksóknara er til skoðunar í heilbrigðisráðuneytinu og varla að vænta svara fyrr en eftir helgi. Á meðan er ekki að vænta neinna yfirlýsinga frá HSA,“ segir Einar Rafn Haraldsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands. Sem kunnugt er hefur ríkissaksóknari hætt rannsókn á störfum yfirlæknis heilsugæslu Fjarðabyggðar en yfirstjórn HSA leysti lækninn tímabundið frá störfum 12. febrúar.hbr_logo.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.