Orkumálinn 2024

Landið eitt kjördæmi

Björgvin Valur Guðmundsson skrifar:   Eitt af því sem verður að breytast á Íslandi í þeirri lýðræðisbyltingu sem nú stendur yfir, er kjördæmaskipunin. Við eigum, að mínu mati, um tvennt að velja í þeim efnum; einmenningskjördæmi eða landið allt eitt kjördæmi. Ég hallast frekar að hugmyndinni um eitt kjördæmi og ætla nú að færa rök fyrir því.

Lesa meira

Hvers vegna er ég að þessu?

Eftir Agnesi Arnardóttur:    Hvers vegna er ég að þessu?  Vegna þess að mig þyrstir í breytingar, miklar breytingar, þjóðin þyrstir í breytingar. Breytingar sem gefa okkur von um betra líf með fjölskylduna í forgrunni, líf þar sem við höfum meiri tíma fyrir börnin okkar og ekki síst getum lifað af laununum okkar.

Líf þar sem við höfum tíma til að lifa. Breytingar sem gefa okkur von um bjartari tíma, tíma sem við getum hlakkað til að upplifa.

agnes_arnardttir_vefur.jpg

Lesa meira

Nýr Austurgluggi kominn út

Í nýjum Austurglugga kennir margra grasa að vanda. Birtur er merkur draumur eins síðasta íbúa Vaðlavíkur, sem virðist segja til um þá brotsjói sem íslenska þjóðarskútan hefur fengið á sig undanfarna mánuði og hugsanlega lendingu. Í opnu er fjallað um glæsileg skíðasvæði Austfirðinga og m.a. umfjallanir um íbúafjölgun í fjórðungnum og útræði frá strandjörðum. Matgæðingur vikunnar deilir með okkur galdrinum við að matbúa svartfugl þannig að hann verði ein helsta skrautfjöður kokksins.

Austurglugginn fæst á betri blaðsölustöðum.

bn275161.jpg

Sjónvarpsfréttagerð RAUST tíu ára

Sunnudaginn 1. mars verða tíu ár liðin frá því að Svæðisútvarp Austurlands hóf reglulega vinnslu sjónvarpsfrétta. Þá var Jóhann Hauksson forstöðumaður svæðisútvarpsins og réðst hann í hið nýja verkefni ásamt Hjalta Stefánssyni kvikmyndatökumanni. Frá þessum tíma hafa um tvö þúsund og fimm hundruð sjónvarpsfréttir og innskot verið fullunnin hjá RAUST fyrir Sjónvarp.

ruvmerki.jpg

Lesa meira

Herða þarf ýmsar skrúfur hjá HSA

Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar um Heilbrigðisstofnun Austurlands, HSA, segir að taka þurfi á rekstrarvanda stofnunarinnar og skilgreina hvaða þjónustu hún skuli veita. Stjórnendur stofnunarinnar verði að sýna meira aðhald í rekstri en hingað til og heilbrigðisráðuneytið að sinna betur eftirfylgni með framkvæmd fjárlaga. Þá þurfi ráðuneytið að gera árangursstjórnunarsamning við stofnunina og hún að bæta stefnumótandi áætlanagerð sína.

image0011.jpg

Lesa meira

Gleði og nepja öskudagsins

Þrátt fyrir snjó og garra þustu austfirsk börn og unglingar um götur bæja fjórðungsins í dag og sungu hástöfum allskyns söngva í fyrirtækjum og stofnunum, víðast við góðar móttökur. Að vanda voru þau leyst út með gjöfum eins og sælgæti, ávöxtum, drykkjum eða smáhlutum. Ætla má að kuldaboli hafi klipið í litlar tær og nefbrodda en eins og ungviðinu er tamt er slíkt ekki látið koma í veg fyrir ætlunarverk dagsins.

Þessi kríli heimsóttu Gistihúsið Egilsstöðum í dag, sungu þar Gamla Nóa og fengu hrós og góðgæti að launum.

skudagur_6_1bekkur_vefur.jpg

Opnir fundir um efnahagshrunið

Þjóðkirkjan, AFL Starfsgreinafélag og Þekkingarnet Austurlands bjóða íbúum Austurlands að sækja opinn umræðufund um efnahagsástandið, ástæður fallsins og leiðir út úr vandanum. Fundirnir verða haldnir á Egilsstöðum í húsnæði ÞNA að Tjarnarbraut 39e, föstudaginn 27. febrúar kl. 20 og á Reyðarfirði í Molanum, Búðareyri 1, laugardaginn 28. febrúar kl. 15. Jafnframt verða fundirnir í fjarfundum á Vopnafirði, Djúpavogi, Breiðdalsvík og Neskaupstað.

11_12_52---electric-light-bulb_web.jpg

Lesa meira

Snjóflóðaeftirlitsmenn fylgjast grannt með

Snjóflóðaeftirlitsmenn fylgjast grannt með snjóalögum í Norðfirði og á Seyðisfirði. Fjögur snjóflóð hafa fallið í Norðfirði og tvö í Seyðisfirði á síðasta sólarhring rúmum. Engin hætta er á ferðum og um venjubundið eftirlit að ræða, þó ástæða þyki til að herða eftirlit ef bætir í úrkomu á þessum svæðum.

snjr.jpg

Lesa meira

Mokstur á Oddsskarði

Snjóflóð féll síðastliðna nótt á veginn um Oddsskarð Norðfjarðarmegin og lokaði honum. Unnið var að því í morgun að ryðja flóðinu burt með hjólaskóflu og tók drjúga stund að moka leið gegnum snjómassann. Oddsskarð er enn ófært og er unnið að mokstri.

Mokstur er hafinn á Vopnafjarðarheiði og á Möðrudalsöræfum. Fjarðarheiði er opin en þar er þæfingur. Þæfingur, hálka og snjóþekja er á öðrum leiðum á Austurlandi. Breiðdalsheiði er ófær. Vegfarendum er bent á að kynna sér ástand vega á vegagerdin.is.

179492_63_preview.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.