Íslensk fjölmiðlun eftir Fréttablaðið og fleiri

Íslenskt fjölmiðlalandslag breyttist um síðustu mánaðarmót þegar Fréttablaðið hætti að koma út. Fleiri fjölmiðlar hafa horfið sjónarsviðinu það sem af er ári þótt það sé ekki gamalt. Skömmu áður hafði N4 hætt útsendingum. En getur verið að Fréttablaðið hafi grafið gröf fyrir aðra íslenska fjölmiðla og loks sig sjálft?

Lesa meira

Opið bréf til lubbamenna og lúðulaka í Múlaþingi

„Sjálf og sjálfsmynd eru hugtök sem vísa til reynslu okkar og tilfinninga í okkar eigin garð.“ Sumir sálfræðingar orða þetta þannig „að sjálfsmynd okkar ákvarði hegðun okkar. Við erum það sem við upplifum.“ (Sálfræðibókin. Mál og menning. Bls. 456.)

Lesa meira

Margur verður af aurum api

Er það ekki meira en nóg fyrir íbúa Seyðisfjarðar að takast á við olíumengandi flakið af El Grillo á botni fjarðarins í tæp 80 ár?

Lesa meira

Austfirskur heilbor

Það er ekki mikið mál að gera veggöng með heilbor. Ef vel er að verki staðið eru það margir menn að gera það sama dag eftir dag. Verkfærið er öflugt og stórt, en þetta er bara einfalt verkfæri. Auðvitað gerist stundum eitthvað óvænt en annars myndi maður bara deyja úr leiðindum.

Lesa meira

Samstaða samfélagsins aðdáunarverð

Í ljósi atburða síðustu daga er vert að huga vel að hvort öðru og þakka fyrir að ekki fór verr. Það var dýrmætt að sjá þann mikla styrk sem býr í samfélaginu okkar, náunga kærleikinn og greiðasemina.

Lesa meira

Almenningssamgöngur hafa aldrei verið mikilvægari

Alþingi samþykkti nýja samgönguáætlun árið 2020. Þar er gert ráð fyrir að almenningssamgöngur myndi eina sterka heild og að boðið verði upp á eitt leiðarkerfi fyrir allt landið með bættu aðgengi. Í stefnunni er líka lögð mikil áhersla á uppbyggingu göngu- og hjólastíga og reiðvega.

Lesa meira

Austurfrétt vakti meðan stóru miðlarnir sváfu

Í Morgunblaðinu í dag er fjallað um að takmarkaðar viðvaranir hafi borist um væntanlega snjókomu og þar með snjóflóðahættu á Austfjörðum aðfaranótt 27. mars síðastliðins. Lagt er út frá því að stærstu vefmiðlar landsins hafi þar af leiðandi ekki birt upplýsingar þar um. Þeir þurfa hins vegar líka að horfa inn á við.

Lesa meira

Fjarðarheiðargöng og aðalskipulag Egilsstaða og Fellabæjar

Nefndir og ráð Múlaþings og sveitarstjórn hafa látið að vilja ríkisvaldsins og samþykkt legu „Suðurleiðar“ frá væntanlegum Fjarðarheiðargöngum og dugar þeim þar samanburður á eplum og appelsínum. Farið hefur verið þar að einu og öllu að vilja Vegagerð ríkisins án nokkurrar skoðunar á því sem betur mætti fara til hagsbóta fyrir byggðaþróun á vegamótum.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.