24. febrúar 2017
Hvað er að (sumum – eða mörgum) foreldrum?
Síðastliðinn föstudag tók ég, fyrir hönd foreldra í MA, þátt í foreldrarölti á Akureyri þar sem ég bý. Þetta er samstarfsverkefni grunnskóla og framhaldsskóla bæjarins, með því er ætlunin að ljá börnum okkar og unglingum lið, veita þeim aðhald og vera til aðstoðar ef skemmtunin fer úr böndunum.