25. október 2016
Ungt fólk verður að kjósa
Lýðræðið byggir á kosningaréttinum. Það er gríðarlega mikilvægt að kosningaþátttaka sé jafnan sem best þannig að niðurstöður kosninga endurspegli vilja þjóðarinnar. Því miður hefur kjörsókn farið minnkandi. Í alþingiskosningunum árið 2013 var kosningaþátttaka aðeins rúm 80%. Þátttakan var sérstaklega lítil hjá ungu fólki. Kosningar snúast um framtíðina og unga fólkið er bæði nútíðin og framtíðin. Því er það áhyggjuefni ef stór hópur ungs fólks sér ekki ástæðu til að kjósa.