„Siðferðisleg skylda okkar að taka á móti flóttafólki"

jon bjorn hakonarson mai12Bæjarstjórn Fjarðabyggðar áréttaði á fundi sínum í gær fyrri stefnu sveitarfélagsins, um að það væri tilbúið til að taka á móti flóttamönnum í samstarfi við stjórnvöld.

Bæjarráð hefur óskað eftir því við félagsmálanefnd að tekin verði umræða í nefndinni og framkvæmd greining á vegum hennar á innviðum samfélagsins vegna móttöku flóttamanna.

Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar, er ánægður með niðurstöðuna. „Stefna bæjarstjórnar Fjarðabyggðar hefur ekkert breyts – en Fjarðabyggð er tilbúin, nú sem hingað til, að taka á móti flóttafólki í samstarfi við stjórnvöld.

Sjálfur hef ég sagt að við eigum að taka á móti eins mörgum flóttamönnum og hingað vilja koma og við getum tryggt gott líf, en það verður að vera undirstaðan í öllu að geta tryggt slíkt. Sjálfum finnst mér það siðferðileg skylda okkar að taka á móti fólki sem er á flótta undan slíkum hörmungum eins og nú geysa víða í heiminum.

Það er okkur ekki síður hollt að velta því aðeins fyrir okkur að þrátt fyrir að okkur finnist stundum margt brjóta á í daglegu lífi á Íslandi þá er það hjómið eitt miðað við hörmungarnar sem margt af þessu flóttafólki stendur frammi fyrir á hverjum degi," sagði Jón Björn í samtali við Austurfrétt.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.