Friðlýsing Jökulsár á Fjöllum felld úr gildi: Einn virkjunarkostur í verndarflokki þarf ekki að útiloka aðra

Hæstiréttur dæmdi fyrir mánuði landeigendum Brúar á Jökuldal í við þegar hann felldi úr gildi friðlýsingu vatnasviðs Jökulsár á Fjöllum. Lögmaður landeigenda segir dóminn senda þau skilaboð að þótt búið sé að ákveða að vernda svæði sem tilheyrir einni virkjunarhugmynd þá þurfi það ekki að útiloka alla möguleika.

Lesa meira

Enn mengun í neysluvatni Breiðdælinga

Staðan er óbreytt varðandi vatnsból Breiðdælinga en þar uppgötvaðist mengun á þriðjudaginn var. Hún enn til staðar og viðkvæmum einstaklingum ráðlagt að sjóða allt neysluvatn á meðan.

Lesa meira

Fullorðnum boðið upp á bólusetningu gegn mislingum

Byrjað er að taka á móti tímapöntunum fyrir fullorðna einstaklinga á Vopnafirði og Bakkafirði sem vilja bólusetningar gegn mislingum. Ekki hafa enn greinst fleiri tilfelli af sjúkdóminum á Norðausturlandi.

Lesa meira

Fjöldasamkomum hefur verið frestað vegna mislingasmits

Framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands segir íbúa á Norðausturlandi hafa sýnt ábyrgð með að draga úr fjöldasamkomum í kjölfar þess að mislingasmit greindist á svæðinu fyrir rúmri viku. Ný tilfelli hafa ekki komið upp.

Lesa meira

Halla Hrund líka efst á Austurlandi

Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri, mælist nú með mest fylgi frambjóðenda til forseta Íslands, á Austurlandi sem á landinu öllu.

Lesa meira

Þrettán í framboði til forseta

Þrettán einstaklingar hafa skilað inn undirskriftalistum vegna framboðs til forseta Íslands. Þeir eru á ferð um landið til að kynna sig og hitta fólk. Katrín Jakobsdóttir, fyrrum forsætisráðherra verður eystra um helgina.

Lesa meira

Niðurstöður mengunarmælinga á Seyðisfirði ljósar eftir helgi

Fyrr í vikunni varð vart við hugsanlega mengun í neysluvatni við Strandarveg á Seyðisfirði en nú hefur Heilbrigðiseftirlit Austurlands (HAUST) staðfest að þar er mengun til staðar. Sjóða verður allt vatn í það minnsta framyfir helgina.

Lesa meira

Loks líf í Faktorshúsinu á ný

Líf kviknaði á ný svo um munaði í einu merkasta húsi Djúpavogs, Faktorshúsinu, þegar þar opnaði þar dyrnar fyrsta sinni fyrirtækið Faktor brugghús um miðja síðustu viku. Troðið hefur verið öll kvöld síðan.

Lesa meira

Ekki alls staðar hægt að plokka fyrir snjó

Á sunnudaginn kemur fer fram á landsvísu Stóri plokkdagurinn sem af gárungum er gjarnan kallað gönguferð með tilgang enda valsa áhugasamir þá um og hirða upp rusl samhliða heilsusamlegum göngutúr. Sú dagsetning gengur þó ekki upp alls staðar sökum snjóalaga og skafla á stöku stöðum.

Lesa meira

Eldur í þurrkgámum Skógarafurða

Slökkvilið Múlaþings var á sjöunda tímanum í kvöld kallað út vegna elds í gámum þar sem timbur er þurrkað við starfsstöð Skógarafurða á bænum Víðivöllum Ytri II í Fljótsdal.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.