Öll íbúafjölgun á Austurlandi og gott betur síðastliðin sex ár er borin uppi af íbúum með erlent ríkisfang. Þeim fjölgað á þessum tíma um sjö hundruð í fjórðungnum þó heildarfjölgun íbúa sé einungis fimm hundruð.
Þó þrjú og hálft ár séu liðin síðan náttúruvættið Stórurð og næsta nágrenni voru formlega friðlýst sem landslagsverndarsvæði vantar enn töluvert upp á að göngufólk á þessum slóðum átti sig á að svæðið sé friðlýst og hvað megi og hvað ekki sökum þess. Bæta þarf upplýsingagjöf töluvert.
Yfir 200 keppendur alls, 20 lið frá öllum landshornum en það reyndist lið DODICI úr Vopnafjarðarskóla sem stóð sig allra best í First LEGO keppninni sem fram fór um helgina. Tvö önnur austfirsk lið fengu ennfremur verðlaun í stöku flokkum.
Lítill vafi getur leikið á áhuga austfirskra ungmenna á tækni og vísindum með tilliti til að ein fimm lið úr fjórum grunnskólum Austurlands taka þátt í First LEGO tækni- og hönnunarkeppninni sem fram fer í Reykjavík á laugardaginn kemur. Keppnisliðin eru aðeins 20 í heildina svo fjórðungur allra keppnisliðanna koma frá Austurlandi.
Sú var tíðin að nægjusemi í einu og öllu var Íslendingum flestum nánast í blóð borin. Nú vilja tvenn samtök endurlífga þann gamla sið landans og standa fyrir sérstöku kynslóðaspjalli af því tilefni á Tehúsinu á Egilsstöðum í kvöld.
Körfuknattleiksdeild Hattar tók sér ekki langan tíma að hafa uppi á nýjum bakverði í stað Bandaríkjamannsins Courvoisier McCauley sem látinn var fara í byrjun vikunnar. Annar bandarískur einstaklingur, Justin Roberts, mun koma í hans stað.
Bakvörðurinn Courvoisier McCauley hefur leikið sinn síðasta leik fyrir körfuknattleikslið Hattar á Egilsstöðum en hann var látinn taka pokann sinn í byrjun vikunnar. Leit er hafin að nýjum bakverði.
Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.