Fimmtán umsóknir um stöðu sveitarstjóra á Vopnafirði

Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps hefur úr fimmtán umsóknum að velja við ráðningu á nýjum sveitarstjóra. Umsóknarfrestur rann út í síðustu viku.

Umsóknarfrestur um starfið rann út síðasta fimmtudag. Alls bárust 17 umsóknir en tveir einstaklingar drógu sínar til baka. Attentus vinnur úr umsóknum með sveitarstjórn.

Meðal umsækjenda eru Páll Valur Björnsson, fyrrum Alþingismaður og uppalinn Vopnfirðingur og Valdimar O. Hermannsson, sem í síðasta mánuði var tímabundið ráðinn verkefnastjóri sveitarstjórnar.

Í henni er óskað eftir einstaklingi með menntun og reynslu sem nýtist í starfi, farsæla reynslu af stjórnun og rekstri, leiðtogafærni, hæfni í mannlegum samskiptum, áhuga á uppbyggingu samfélagsins, ímynd þess og velferð íbúa. Þekking á sveitarstjórnarmálum og opinberri stjórnsýslu er talin kostur og æskilegt að sveitarstjórinn komi til með að búa á Vopnafirði.

Eftirtalin sóttu um:
Ali Khalif, sérfræðingur í fræðslumálum
Arman Ahmadizad, yfirmaður notendaþjónustu
Atli Arason, umhverfisfræðingur og almannatengill
Baldur H. Björnsson, aðstoðarframkvæmdastjóri
Bartłomiej Kran, svæðisstjóri
Daníel Arason, viðskiptafræðingur
David Kurchishvili, framkvæmdastjóri
Joaquim Navarro Serra, framkævmdastjóri
Jón Eggert Guðmundsson, kerfisstjóri
Lidya Darya
María Sjöfn Árnadóttir, þjónustufulltrúi í sektardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu
Munif Manuel Ayoub, framkvæmdastjóri
Páll Valur Björnsson, deildarstjóri grunnnáms við Fisktækniskóla Íslands
Valdimar O. Hermannsson, verkefnastjóri
Ögmundur Matthíasson, bifvélavirki

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.