Svanlaug í yfirheyrslu: Leggjum metnað í að gera vel á afmælisárinu

svanlaug adalsteinsdottir vaLeikfélagið Djúpið sem er nemendaleikfélag Verkmenntaskóla Austurlands frumsýnir í kvöld söngleikinn Hárið í Egilsbúð. Leikfélagið fagnar nú tíunda starfsári sínu er svo um afmælissýningu er að ræða.

„Þetta er rosalega flott sýning enda höfum við lagt mikinn metnað í að gera þetta vel á afmælisárinu. Fyrstu æfingarnar byrjuðu í nóvember svo það eru marga vikna æfingar að baki,“ segir Svanlaug verndari leikfélagsins í samtali við Austurfrétt. En Svanlaug hefur komið að nemendaleikfélaginu með einum eða öðrum hætti frá því það var stofnað fyrir tíu árum.

Má ekki segja of mikið

Hárið gerist á hippatímabilinu og er löngu orðið frægt fyrir stórt nektaratriði sem kemur fyrir í sýningunni. Hvernig skyldi leikhópurinn tækla það? „Við tæklum það alvegu upp á nýtt,“ segir Svanlaug og hlær. Ég má ekki segja of mikið, en við tökum alveg nýtt „twist“ á það og gerum það með okkar stíl sem á eftir að koma fólki á óvart. En það er mjög flott.“

Metnaðarfull sýning

Það er stór hópur sem kemur að þessari afmælis uppsetningu. „ Ég gæti trúað að það séu um fjörtíu manns sem koma að sýningunni í heild sinni. Fjórtán leikarar og hljómsveit sem telur fimm nemendur. Og svo verður að geta þess að leikstjórinn sem er frábær er Stefán Benedikt Vilhelmsson.

Ég hvet bara alla til að koma. Þetta er mjög metnaðarfull sýning með hæfileikaríku fólki, ásamt ótrúlega góðri sögu. Í fyrsta skipti í sögu Djúpsins standa líka eingöngu nemendur á sviði og í hljómsveit og að mínu mati standa þau sig algerlega frábærlega,“ segir Svanlaug sem er í yfirheyrslu þennan föstudaginn.

Allar sýningar verða í Egilsbúð kl. 20 og eru á eftirfarandi dögum: 8. febrúar, 14. febrúar, 15. febrúar, 20. Febrúar og 21. febrúar n.k.


Fullt nafn: Svanlaug Aðalsteinsdóttir

Aldur:
42

Starf:
Framhaldsskólakennari við hársnyrtibraut Verkmenntaskóla Austurlands og Verndari leikfélagsins Djúpið, sem er nemendaleikfélag VA

Maki: Sigurjón Kristinsson

Börn: Katrín Lilja, Eva Björg og Bryndís

Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn á Austurlandi?
Hallormstaðarskógur, sértaklega trjásafnið

Nefndu þrennt sem þú átt alltaf í ísskápnum?
Ost, rjóma og bjór

Hvaða töfralausn trúir þú á?
C-1000 og b-super, læknar allt og heldur manni gangandi

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?
Kjúklingur, hvernig sem er

Ef þú ætlar að tríta þig vel, hvað gerir þú?
Elda mér góðan mat, fæ mér rauðvín með og súkkulagð og kaffi á eftir

Hvernig líta kosífötin þín út?
Mjúk og yndisleg

Hvað er skemmtilegast við leikhús?
Spennan og hvað allt smellur saman á síðustu mínútunum

Hver er uppáhalds skyndibitinn þinn?
Hamborgari með bernes og sætum kartöflum

Hvernig líkamsrækt stundar þú ?
Skíði og ræktina, mér finnst líka æði í sundi

Hvernig er týpískur dagur hjá þér?
Vakna alltaf kl 6:45 og vek stelpurnar mínar í skólann, gef mér góða stund til að huga að sjáfri mér með innhverfri íhugun og góðri sturtu. Svo fer ég og tekst á við verkefni dagsins sem eru yfirleit mjög fjölbreytt í skólanum.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.