Öskudagur: Hver er hin eini sanni Varði? - Myndir

tveir varðar cutÖskudagurinn er haldin hátíðlegur í Verkmenntaskólanum á Austurlandi í dag eins og víða annarsstaðar, en þetta árið voru það kennarar sem mættu í vinnuna í grímubúningum.

Mætti sem samkennari sinn

Sögukennarinn Ágúst Ingi Ágústsson mætti sem Varði, eða Þorvarður Sigurbjörnsson sem er samkennari hans í VA.

„Við kennararnir mættum í öskubúningum í dag þar sem nemendur voru búnir að skora á okkur að gera það. Ágúst mætti sem ég og það vakti gífurlega lukku, og stemmningin í skólanum er búin að vera mjög góð í allan dag,“ segir hin raunverulegi Varði í samtali við Austurfrétt.

Tók mig á orðinu

Hvernig brástu þú við? „Ég hafði bara reglulega gaman af þessu. Þetta hafði verið rætt aðeins deginum áður. Hann var að kvarta yfir að eiga engan búning svo ég sagði honum að koma sem ég og hann tók mig á orðinu," segir Varði og hlær.

"Ég sendi hann svo meira að segja til að kenna fyrsta tímann minn í morgun og krakkarnir emjuðu úr hlátri. Ég stóð fyrir utan á meðan. Þeim fannst þetta stórkostlegt og sumir þurftu að líta tvisvar. Þetta er nú skrambi gott gervi hjá honum.“

Var sjálfur pönkari

Fórst þú í búning? „Já, ég var bara ekki komin í hann þegar myndin var tekin, en ég var pönkari. Þetta var reglulega skemmtilegur dagur,“ segir Varði, hin eini og sanni að lokum.

Aðalmynd: Frá Vinstri, Ágúst sem Varði og Varði
tveir varðar tvö
tveir varðar
tveir varðar cut

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.