Málmur til sveita ryðgar vegna eldgossins: Eitthvað sem við höfum ekki séð hér

plogur rydgardur egs gos webBændur í Fljótsdal hafa orðið var við að tæki þeirra ryðga óeðlilega hratt eftir að mengun tók að berast frá eldgosinu í Holuhrauni tók að berast yfir svæðið. Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun staðfestir að tærandi efni frá gosinu geti valdið þess.

„Þetta er eins og ryð, það fellur á gljáandi eða fægða hluti sem ekki eru málaðir," segir Gunnar Jónsson, bóndi á Egilsstöðum í Fljótsdal.

Sveitungi hans sagði baggagreipina sína hafa ryðgað sem varð til þess að Gunnar fór að kanna betur tækin á Egilsstöðum.

„Plógurinn var spegilfagur eftir sumarið og ekkert farið að falla á hann. Þegar ég fór að skoða hann þá var hann orðinn brúnn eins og hann er. Ég tók líka eftir dráttarkúlunni á bílnum mínum og þurrkuörmunum."

Gunnar áætlar að um 80 km séu í beinni loftlínu frá gossvæðinu í Holuhrauni og í Egilsstaði. Bærinn er innst í Fljótsdal og þaðan því að minnsta kosti álíka langt í loftlínu til sjávar.

„Þetta er eitthvað sem við þekkjum ekki að gerist svona fljótt á þessu svæði. Ég myndi kannast við þetta ef ég byggi við sjóinn en ekki hér."

Þorsteinn Jóhansson, sérfræðingur á svið náttúru hjá Umhverfisstofnun, staðfestir að efni frá gosstöðvunum geti valdið.

„Sum þeirra efna sem eru í gosmekkinum eru mjög tærandi þannig það er mjög sennilegt að tæring málma aukist við þessar aðstæður.

Þegar brennisteinstvíildið kemst í snertingu við vatn verða til brennisteinssýrur. Þetta myndar eins konar sýruþoku og hún er mjög tærandi."

Aðspurður segir Þorsteinn sýruþokuna ekki óskylda súru regni. Meiri líkur séu þó á að það falli lengra frá.

thurrkur rydgadar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.