Málmur til sveita ryðgar vegna eldgossins: Eitthvað sem við höfum ekki séð hér
Bændur í Fljótsdal hafa orðið var við að tæki þeirra ryðga óeðlilega hratt eftir að mengun tók að berast frá eldgosinu í Holuhrauni tók að berast yfir svæðið. Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun staðfestir að tærandi efni frá gosinu geti valdið þess.„Þetta er eins og ryð, það fellur á gljáandi eða fægða hluti sem ekki eru málaðir," segir Gunnar Jónsson, bóndi á Egilsstöðum í Fljótsdal.
Sveitungi hans sagði baggagreipina sína hafa ryðgað sem varð til þess að Gunnar fór að kanna betur tækin á Egilsstöðum.
„Plógurinn var spegilfagur eftir sumarið og ekkert farið að falla á hann. Þegar ég fór að skoða hann þá var hann orðinn brúnn eins og hann er. Ég tók líka eftir dráttarkúlunni á bílnum mínum og þurrkuörmunum."
Gunnar áætlar að um 80 km séu í beinni loftlínu frá gossvæðinu í Holuhrauni og í Egilsstaði. Bærinn er innst í Fljótsdal og þaðan því að minnsta kosti álíka langt í loftlínu til sjávar.
„Þetta er eitthvað sem við þekkjum ekki að gerist svona fljótt á þessu svæði. Ég myndi kannast við þetta ef ég byggi við sjóinn en ekki hér."
Þorsteinn Jóhansson, sérfræðingur á svið náttúru hjá Umhverfisstofnun, staðfestir að efni frá gosstöðvunum geti valdið.
„Sum þeirra efna sem eru í gosmekkinum eru mjög tærandi þannig það er mjög sennilegt að tæring málma aukist við þessar aðstæður.
Þegar brennisteinstvíildið kemst í snertingu við vatn verða til brennisteinssýrur. Þetta myndar eins konar sýruþoku og hún er mjög tærandi."
Aðspurður segir Þorsteinn sýruþokuna ekki óskylda súru regni. Meiri líkur séu þó á að það falli lengra frá.