Arion banki hyggur á flutninga
Arion banki hefur fest kaup á nýju húsnæði á Egilsstöðum þar sem eina útibú bankans á Austurlandi er staðsett. Til stendur að flytja eftir áramót.
Þetta staðfestir talsmaður bankans. Um er að ræða rými í Miðvangi 6 sem snýr að Kleinunni.
Ekki hefur verið tekin ákvörðun um ráðstöfun núverandi húsnæðis að Fagradalsbraut 11.