Arion banki hyggur á flutninga

Arion banki hefur fest kaup á nýju húsnæði á Egilsstöðum þar sem eina útibú bankans á Austurlandi er staðsett. Til stendur að flytja eftir áramót.


Þetta staðfestir talsmaður bankans. Um er að ræða rými í Miðvangi 6 sem snýr að Kleinunni.

Ekki hefur verið tekin ákvörðun um ráðstöfun núverandi húsnæðis að Fagradalsbraut 11.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar