Hótelbyggingu hafnað á Stöðvarfirði

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd Fjarðabyggðar hefur hafnað hugmyndum um að breyta Salthúsinu á Stöðvarfirði í gistihús. Nefndin telur stækkun hússins ekki samræmast núgildandi skipulagi.


Sótt var um að hækka húsið um tvær hæðir fyrir 40 herbergja gistirými með veitingasal á tveimur hæðum, bílakjallara, lager, litla verslun og þvottahús á hæðinni sem fyrir er.

Í bókun nefndarinnar segir að stækkun hússins og rekstur gistingar og veitingasalar samræmist ekki skipulagsmálum lóðarinnar.

Í minnisblaði skipulags- og byggingafulltrúa er bent á að Salthúsið á skilgreindu iðnaðar- og hafnarsvæði í aðalskipulagi Stöðvarfjarðar 1983-2003. Þá sé ekki heimilt að auka byggingarmagn á lóðinni.

Nefndin heimilaði hins vegar framkvæmdir við fyrsta áfanga hússins, að grafa frá veggjum, drena og einangra og klæða veggi.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.