Hótelbyggingu hafnað á Stöðvarfirði
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd Fjarðabyggðar hefur hafnað hugmyndum um að breyta Salthúsinu á Stöðvarfirði í gistihús. Nefndin telur stækkun hússins ekki samræmast núgildandi skipulagi.
Sótt var um að hækka húsið um tvær hæðir fyrir 40 herbergja gistirými með veitingasal á tveimur hæðum, bílakjallara, lager, litla verslun og þvottahús á hæðinni sem fyrir er.
Í bókun nefndarinnar segir að stækkun hússins og rekstur gistingar og veitingasalar samræmist ekki skipulagsmálum lóðarinnar.
Í minnisblaði skipulags- og byggingafulltrúa er bent á að Salthúsið á skilgreindu iðnaðar- og hafnarsvæði í aðalskipulagi Stöðvarfjarðar 1983-2003. Þá sé ekki heimilt að auka byggingarmagn á lóðinni.
Nefndin heimilaði hins vegar framkvæmdir við fyrsta áfanga hússins, að grafa frá veggjum, drena og einangra og klæða veggi.