Taka tilboði Eflu í brúarhönnun á Axarvegi

Vegagerðin hefur ákveðið að taka tilboði verkfræðistofunnar Eflu í hönnun brúa á nýjum vegi yfir Öxi. Tilboðið var langt undir kostnaðarverði. Hönnun vegarins er að mestu leyti lokið.

Lesa meira

Siglt aftur yfir loðnugönguna austur af landinu

Uppsjávarveiðiskipin Polar Ammassak og Aðalsteinn Jónsson fara frá Neskaupstað og Eskifirði til afmarkaðrar loðnuleitar í kvöld. Til stendur að fá betri mælingu á loðnugöngu sem er á ferðinni úti fyrir Austfjörðum. Takmarkaðar væntingar eru um að það breyti nokkru um ákvörðunina að gefa ekki út kvóta.

Lesa meira

Helgin: Sýning listnema hefst í Skaftfelli í dag

Sýning þriðja árs nema af myndlistardeild Listaháskóla Íslands, sem hafa dvalist undanfarnar tvær vikur á Seyðisfirði, hefst í dag. Sýningin er innblásin af verunni í firðinum. Tónleikar verða á Norðfirði og Stöðvarfirði um helgina.

Lesa meira

Breyta leikskólagjaldskrá eftir fundi með foreldrum í Fjarðabyggð

Bæjarráð Fjarðabyggðar hefur ákveðið í kjölfar funda með foreldrum að gera þær breytingar á fyrirhuguðu nýju gjaldskrárkerfi leikskóla Fjarðabyggðar að lækka svokallað skráningardagsgjald úr fimm þúsund krónum í þrjú þúsund krónur. Þá skal og endurskoða reglurnar um íþrótta- og tómstundastarf barna.

Lesa meira

Telja hækkanir á leikskólagjöldum ganga þvert á kjarasamninga

Fulltrúar VR og AFLs Starfsgreinafélags funduðu með fulltrúum Fjarðabyggðar í morgun vegna breytinga á leikskólagjöldum sem eiga að taka gildi eftir rúman mánuð. Formaður VR segir að með breytingunum sé verið að velta mönnunarvanda leikskólanna yfir á foreldra.

Lesa meira

Láta verkin tala á Eiðum

Nýr kafli hófst í sögu Eiðastaðar haustið 2021 þegar tveir heimamenn, Einar Ben Þorsteinsson og Kristmann Pálmason, keyptu þar land og byggingar sem áður tilheyrðu Alþýðuskólanum. Þeir hafa síðan unnið hörðum höndum að því að endurbæta ástand þeirra.

Lesa meira

Sorphirða í Múlaþingi að komast á rétt ról

Sorphirða í sveitarfélaginu er smám saman að komast á rétt ról. Kraftur hefur verið lagður í það síðustu vikur að vinna upp þær tafir sem hrönnuðust upp í lok síðasta árs.

Lesa meira

Byggðastofnun skoðar póstdreifingu í Breiðdal

Byggðastofnun, sem hefur eftirlit með póstþjónustu á Íslandi, hefur til meðferðar kvartanir vegna póstþjónustu í Breiðdal. Áætlanir um póstútborð þar hafa hvað eftir annað farið úr skorðum í vetur.

Lesa meira

Takmörkuð ástæða til bjartsýni um loðnuveiði

Heildarmagn fullorðinnar loðnu, sem er nú á ferðinni, virðist minna heldur en í haust þegar ákveðið var að gefa ekki út veiðikvóta. Leitarleiðangur stendur enn yfir en þykir ekki gefa tilefni til bjartsýni.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar