Skip to main content

Körfuboltinn byrjar í kvöld: Tveir nýir Kanar með Hetti

ÍþróttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 13. okt 2011 15:00Uppfært 08. jan 2016 19:22

karfa_hottur_thorak_0056_web.jpgHöttur tekur á móti Skallagrími í fyrsta leik vetrarins í fyrstu deild karla í körfuknattleiks í íþróttahúsinu á Egilsstöðum í kvöld. Tveir nýir Bandaríkjamenn þreyta þá frumraun sína með Hattarliðinu.

 

Bandaríkjamennirnir eru báðir 27 ára gamlir. Annars vegar um að ræða bakvörðinn Michael Sloan, sem meðal annars hefur leikið í Venesúela og Kína. Hins vegar Trevon Bryan, 209 cm miðherja sem á að baki feril í Úrúgvæ, Búlgaríu, Síle og Japan.

Þá er Akureyringurinn Bjarki Oddsson, sem verið hefur einn af lykilmönnum Þórs, kominn til liðsins og verður með liðinu í kvöld. Leikmenn úr tíunda flokki félagsins, sem varð bikarmeistari í fyrra, fá væntanlega einnig sín tækifæri í vetur enda þjálfari þeirra þar, Viðar Örn Hafsteinsson, tekinn við meistaraflokki.

Þá er Frosti Sigurðsson, sem lék með Hetti í úrvalsdeildinni 2005-6 snúinn heim eftir nám. Hann verður einnig aðstoðarþjálfari liðsins í vetur.

Leikurinn hefst klukkan 18:30.