Þau hörðustu biðu eftir miðum á þorrablót Egilsstaða frá 9:20 í morgun

Tæplega 80 manns biðu utan við Egilsstaðaskóla í hádeginu eftir að miðasala hæfist á þorrablót Egilsstaða sem haldið verður næsta föstudag. Þau sem fyrst komu biðu alls í tæpa fjóra klukkutíma þótt í gildi væri gul veðurviðvörun vegna norðaustanhríðar. Öll þau sem biðu náðu í miða.

Lesa meira

Yfirmáta stolt af starfsfólki Þjóðkirkjunnar á Austurlandi

Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, segir presta og annað starfsfólk Þjóðkirkjunnar, hafa staðið sig vel á erfiðum tímum á Austurlandi í haust. Guðrún, sem tók við sem biskup í haust, stefnir á að vera með reglulega viðtalstíma utan höfuðborgarsvæðisins og byrjaði á Austurlandi.

Lesa meira

Höfum við fjarlægst okkar náttúrulega umhverfi um of?

Er það að við höfum fjarlægst náttúrulegt umhverfi forfeðra of hratt á stuttum tíma ein af ástæðum þess að sálræn vandamál hafa aukist í vestrænum samfélögum undanfarna áratugi? Þetta er spurning sem Sigurður Ólafsson, fjölskylduráðgjafi í Neskaupstað, telur þess virði að velta upp.

Lesa meira

Glitský dag eftir dag yfir Austurlandi

Glitský hafa sést reglulega yfir Austurlandi síðan á Þorláksmessu. Glitský myndast reglulega vegna kulda í heiðhvolfinu en veðrið neðar í háloftunum ræður því hvort þau sjást af jörðu neðan.

Lesa meira

„Eins og að fljúga inni í borðtenniskúlu“

Þrír af þeim sem stýrðu þyrlunum sem gegnu lykilhlutverk í einni eftirminnilegustu, en um leið erfiðustu, björgunaraðgerð Íslandssögunnar, tóku síðasta sumar þátt í minngarathöfn um atburðinn. Sex sjómönnum var bjargað eftir að skipið Goðinn rak upp í fjöru í Vöðlavík. Mönnunum hefði ekki verið bjargað án aðstoðar frá þyrlusveit bandaríska hersins í Keflavík, en meðlimir hennar hafa síðan hlotið fjölda viðurkenninga fyrir framlag sitt.

Lesa meira

„Mannamótin skila heilmiklu“

Hin árlega kaupstefna markaðsstofa landshlutanna, Mannamót, stendur yfir í Kórnum í Kópavogi langt fram á dag. Þar kynna 35 austfirsk fyrirtæki ýmis ferðaþjónustutækifæri. Annar eigandi Blábjargar á Borgarfirði eystra segir engan vafa leika á að mót sem þessi skipti máli.

Lesa meira

Austfirðingur ársins 2024

Níu tilnefningar bárust að þessu inni í kjör Austurfréttar á Austfirðingi ársins 2024. Kosning er hafin og stendur út sunnudaginn 19. janúar.

Lesa meira

ME áfram í Gettu betur en VA úr leik

Þremenningarnir sem skipa Gettu betur lið Menntaskólans á Egilsstöðum (ME) gerðu góða ferð suður í höfuðborgina til að taka þátt í fyrstu umferð keppninnar þetta árið. ME hafði góðan sigur í gærkvöldi og er komið áfram í næstu umferð.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.