Gengið gegn stríðum á Egilsstöðum í dag

Tvær göngur og fundir hafa verið boðaðar gegn stríðsrekstri á Egilsstöðum í dag, annars vegar til samstöðu með Palestínu, hins vegar Úkraínu.

Lesa meira

Leikfélag ME frumsýnir Litlu hryllingsbúðina - Myndir

Leikfélag Menntaskólans á Egilsstöðum (LME) frumsýnir í kvöld söngleikinn Litlu hryllingsbúðina í Sláturhúsinu á Egilsstöðum. Formaður leikfélagsins segir undirbúninginn hafa verið snarpan en gengið vel og tilhlökkun ríki í leikhópnum.

Lesa meira

Sextán ára hagyrðingur

Þorvaldur Jón Andrésson, 16 ára hagyrðingur frá Borgarfirði eystra, sendi á aðventunni út sína fyrstu vísnabók, Rauðu rósina. Þorvaldur segist hafa heillast af vísnalistinni þegar hann fylgdi föður sínum á hagyrðingamót sem drengur.

Lesa meira

Helgin: Tónlist úr gæludýraleikföngum, mótmæli gegn stríði og tónleikar á Stöðvarfirði

Tónlistarunnendur geta valið að fara á tvöfaldan djasskokteil í Tónlistarmiðstöð Austurlands í stað þess að sitja heima yfir Söngvakeppninni annað kvöld. Á Stöðvarfirði verða tvennir tónleikar um helgina. Fyrirlestur er á Skriðuklaustri á konudaginn en á morgun er boðað til mótmæla gegn hernaðinum í Mið-Austurlöndum á Egilsstöðum.

Lesa meira

Vopnin kvödd fyrir utan dómsal

Hvers konar vopnaburður er óheimill í dómsal, líka á öskudaginn. Dómritari fór yfir reglurnar með þeim börnum sem komu í Héraðsdóm Austurlands í dag, áður en þau komu fyrir dómara til að syngja.

Lesa meira

Minnisvarðar afhjúpaðir um Vesturfarana

Tveir minnisvarðar um fólk sem flutti frá Íslandi til Norður-Ameríku voru afhjúpaðir á Austfjörðum í síðusta haust, annars vegar á Seyðisfirði, hins vegar við Hof í Vopnafirði. Minnisvarðarnir eru gjöf frá átthagafélaginu Icelandic Roots en um 20 manna hópur frá félaginu ferðaðist um landið í tilefni af tíu ára afmæli félagsins.

Lesa meira

Einar tólf þúsund bollur rétt duga til hjá Sesam brauðhúsi

Sú hefð að kýla út vömbina af bollum í aðdraganda og á sjálfan Bolludaginn virðist hreint ekki vera á útleið nema síður sé. Allt að tólf þúsund bollur hafa verið bakaðar hjá Sesam brauðhúsi á Reyðafirði þessa vertíðina og það gerir sennilega ekki meira en rétt duga út daginn.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.