
Fjórir góðkunnir tónlistarmenn í eina sæng í Egilsbúð á föstudagskvöld
„Fyrir utan að á dagskránni er bara gott stuð og skemmtun þá ætlum við að taka smá popp, smá rokk, djass og einhver karabísk áhrif verða líka til staðar,“ segir tónlistarmaðurinn Sváfnir Sig, en hann er einn fjögurra góðkunnra tónlistarmanna sem troða upp í Egilsbúð í Neskaupstað á föstudagskvöld.

Helgin: Skógargleði í Vallanesi og kertafleyting í þágu friðar
Árlega skógargleði í Vallanesi verður haldin á sunnudag. Kertum verður fleytt á Egilsstöðum og Seyðisfirði til að minna á þörfina á friði í heiminum. Öll austfirsku liðin í knattspyrnu spila um helgina.
Nýtt sjónarhorn á listina – sem er endalaus
Fimm ungmenni tóku í sumar þátt í skapandi sumarstörfum á vegum Fjarðabyggðar. Þau luku sumrinu með sýningu á verkum sínum í gömlu netagerðinni í Neskaupstað. Þau segjast í sumar hafa fengið tækifæri til þess að kynnast því hvernig listafólk vinnur og hvernig það skapar sér atvinnu.
Saga Fáskrúðsfjarðar komin til landsins
Fyrstu eintökin af sögu Fáskrúðsfjarðar eru komin landsins og fara í dreifingu innan tíðar. Verkið er stórvirki í þremur bindum þar sem sagan er rakin frá landnámi fram yfir síðustu aldamót. Söguritari segir að í bókinni sé ýmislegt að finna sem liggi ekki í augum uppi fyrir Fáskrúðsfirðinga samtímans.
Baráttunni gegn fordómum gegn hinsegin fólki lýkur aldrei
Félagið Hinsegin Austurland gekkst í lok júlí fyrir fyrstu Regnbogahátíð Austurlands með viðburðum á Egilsstöðum, Borgarfirði, Seyðisfirði og Fáskrúðsfirði. Það var stofnað fyrir þremur árum til að gæta hagsmuna samkynhneigðra, tvíkynhneigðra, transfólks, intersex og allra annarra einstaklinga sem skilgreina sig hinsegin. Fræðslustarf er þar í forgrunni.
Á mótorhjólum um landið gegn sjálfsvígum
Mótorhjólaklúbburinn ToyRun ferðast þessa dagana um landið til að vekja athygli á starfi Píeta, samtaka gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða. Félagar úr klúbbnum koma við á Austurlandi á föstudag og laugardag.
Sándor Kerekes tekur við af Torvald Gjerde
Ungverski tónlistarmaðurinn Sándor Kerekes hefur verið ráðinn organisti og kórstjóri í Egilsstaðakirkju, Vallaneskirkju og Þingmúlakirkju en hann tekur við keflinu úr höndum Torvalds Gjerde sem sest hefur í helgan stein.
