Vopnfirðingar taka á móti aðventunni á sunnudag

Leikskólabörn voru viðstödd þegar kveikt var á jólatré Vopnfirðinga í morgun. Verslunar- og þjónustuaðilar þar hafa tekið höndum saman um að glæða bæinn lífi á sunnudag.

Lesa meira

Kammerkórinn syngur Messu Schuberts

Kammerkór Egilsstaða, ásamt kammersveit heimafólks undir stjórn Torvalds Gjerde, flytur Messu nr. 4 eftir Franz Schubert í heild sinni á aðventutónleikum á sunnudagskvöld. Kórfélagar hafa að undanförnu þurft að takast á við bæði krefjandi tónverk og Covid-faraldurinn.

Lesa meira

Flytur Cohen og jólalög á Fáskrúðsfirði

Tónlistarmaðurinn Daníel Hjálmtýsson ætlar að heiðra átrúnaðargoð sitt, Leonard Cohen, með að flytja lög hans á tvennum tónleikum í Fáskrúðsfjarðarkirkju á aðventunni. Daníel segir myrkur en samt hlýju einkenna lög Cohen, rétt eins og íslenskan desembermánuð.

Lesa meira

Töfrandi textar Aðventu túlkaðir í tónum

Hljómsveitin Mógil heldur um helgina tvenna tónleika með lögum sínum sem hún hefur unnið upp úr Aðventu, bók Gunnars Gunnarssonar, skálds frá Skriðuklaustri. Söngkona sveitarinnar segir töfrastundir skapast þegar texta Gunnars sé blandað saman við tónlistina.

Lesa meira

Leita að framúrskarandi konum í atvinnulífinu

Félag kvenna í atvinnulífinu (FKA) leitar þessa dagana að tilnefningum frá almenningi um konur sem skarað hafa fram úr atvinnulífi. Verðlaunað er í þremur flokkum.

Lesa meira

Ljósaganga Soroptimista í kvöld

Soroptimistaklúbbur Austurlands stendur fyrir árlegri ljósagöngu sinni á Seyðisfirði í kvöld. Gangan markar upphaf átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem Soroptimistar um allan heim taka þátt í.

Lesa meira

Guðmundur R. fær menningarverðlaun SSA

Tónlistarmaðurinn Guðmundur R. Gíslason í Neskaupstað er handhafi menningarverðlauna Sambands sveitarfélaga á Austurlandi (SSA) í ár. Til kynnt var um verðlaunin á haustþingi sambandsins sem haldið var í fjarfundi í dag.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.