


Endurvekja Leikfélag Reyðarfjarðar
Boðað hefur verið til aðalfundar í Leikfélagi Reyðarfjarðar í kvöld til að endurvekja félagið sem hefur verið í dvala undanfarin ár. Talsverður áhugi virðist fyrir að koma leikstarfsemi aftur í gang þar.
Símon Grétar áfram í Idol-inu
Vopnfirðingurinn Símon Grétar Björgvinsson varð síðasta föstudagskvöld meðal þeirra fimm keppenda sem tryggðu sig áfram í Idol stjörnuleit Stöðvar 2.
Jóhann Valgeir Austfirðingur ársins 2022
Jóhann Valgeir Davíðsson, íþróttakennari á Eskifirði, hefur verið kosinn Austfirðingur ársins 2022 af lesendum Austurfréttar. Kjörið hlýtur Jóhann Valgeir fyrir elju sína við að benda á vandamál í íþróttahúsi staðarins.
„Yndislegt og ekta íslenskt ferðaveður“
Átta manna hópur frá Fáskrúðsfirði hjólaði í ágúst þvert Ísland, frá Rifstanga yfir hálendið að Kötlutanga. Hjólreiðafólkið fékk alvöru íslenskar aðstæður á leiðinni.
Mikil leynd yfir hundraðasta blóti Reyðfirðinga
Þorrablót Reyðfirðinga verður haldið í 100. sinn í kvöld. Mikil eftirvænting er fyrir blótinu sem jafnframt er fyrsti viðburðurinn í nýju íþróttahúsi staðarins en að sama skapi ríkir talsverð leynd yfir bæði skemmtiatriðum og útliti salarins.
Eins og kviknað sé í himninum aftan við Súlurnar
Hópur nema á lokaári í myndlistardeild Listaháskóla Íslands hefur dvalið á Stöðvarfirði síðan í byrjun síðustu viku með vinnuaðstöðu í Sköpunarmiðstöðinni. Nemandi úr hópnum segir ánægjulegt að breyta um umhverfi og fara í hlýjan faðm fjarðarins. Sýning á vinnu þeirra verður haldin í miðstöðinni á morgun.
Hvött áfram af hárinu
Á veggjum myndlistamiðstöðvarinnar Skaftfells á Seyðisfirði er nú sýningin „Hársbreidd“ með verkum Nínu Magnúsdóttur. Þar notast hún við hár sitt og fjölskyldunnar sem efnivið og innblástur við listsköpunina. Verkin vann hún í kjölfar skriðufallanna á Seyðisfirði í desember 2020.