Smitrakningu að ljúka eftir smit

Smitrakningu er að ljúka vegna Covid-19 smits sem greindist á Austurlandi í gær. Níu eru í sóttkví sem stendur.

Lesa meira

Gistinóttum í júní fækkaði um meira en helming

Heildarfjöldi greiddra gistinátta í júní síðastliðnum dróst saman um 72% samanborið við júní 2019. Samdrátturinn á Austurlandi er 54% samanborið við yfir 90% á höfuðborgarsvæðinu.

Lesa meira

Sjaldséður gestur á Héraði

Í blíðviðrinu á Héraði á fimmtudag varð vart við afar sjaldséðan gest. Um var að ræða fiðrildi af tegundinni kólibrísvarmi sem aðeins hefur sést hérlendis í örfá skipti og aldrei áður á Austurlandi svo vitað sé.

Lesa meira

Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga fjárfestir í Responsible Foods

Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga hefur keypt 15% hlut í matvælafyrirtækinu Responseible Foods. Fyrirtækið þróar nýja tækni til að framleiða nasl úr íslensku hráefni. Stefnt er að því að starfsemi á vegum þess hefjist á Fáskrúðsfirði í byrjun næsta árs.

Lesa meira

Töluvert tjón af völdum skemmdarverks

Brotist var inn í sundlaugina á Egilsstöðum og þar unnin skemmdarverk, aðfararnótt sunnudagsins. Um talsvert fjárhagslegt tjón er að ræða, að sögn starfsmanns, því væntanlega þarf að skipta um dúkinn í lauginn. Laugin er samt sem áður opin fyrir gesti og gangandi.

Lesa meira

Gríðarleg úrkoma í kortunum á föstudag

Blíðuveður hefur verið víða um Austurland í dag, einkum á Héraði. En búast má við skörpum umskiptum á morgun og hefur Veðurstofan sent frá sér viðvaranir.

Lesa meira

Elta makrílinn yfir í síldarsmuguna

Makrílveiðar hafa gengið treglega og eru íslensku skipin nú að veiðum á alþjóðlegu hafsvæði, töluvert fyrr en í fyrra. Vonast er eftir góðum ágústmánuði en bjartsýnin er hófleg.

Lesa meira

Örninn numinn á brott

Tréskúlptúrnum Erninum, sem undanfarin þrjú ár hefur staðið við Landsbankann á Egilsstöðum, var stolið um helgina. Töluvert átak hefur þurft til að ná listaverkinu af undirstöðum sínum.

Lesa meira

Ekkert Covid-smit í fjóra mánuði

Ekkert Covid-19 smit hefur greinst á Austurlandi síðan í apríl og er landshlutinn einstakur hvað þetta varðar hérlendis. Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn, sem er í forsvari fyrir aðgerðastjórn almannavarna á Austurlandi segir að ekki sé til einhlít skýring á þessari stöðu.

Lesa meira

Sýknaður þrátt fyrir játningu

Ríflega tvítugur karlmaður hefur verið dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás. Hann var hins vegar sýknaður af ákæru um að hafa hindrað störf lögreglu með því að ýta við lögregluþjóni.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.