Olíubrák ógnaði ekki fuglum á Andapollinum

Lítið var hægt að gera til að bregðast við olíubrák sem sást á Andapollinum á Reyðarfirði seinni partinn í gær. Fuglum á pollinum er ekki talin hafa verið búin hætta af henni.

Lesa meira

Leggja til að verkefni allra heilbrigðiseftirlita verði sameinuð í einni stofnun

Starfshópur, sem skipaður var síðasta haust til að móta tillögur um fyrirkomulag eftirlits með hollustuháttum, mengunarvörnum og matvælum, leggur til að eftirlitinu verði komið fyrir í einni stofnun. Þau verkefni hafa til þessa verið undirstaðan í starfsemi heilbrigðiseftirlita sem rekin eru á vegum sveitarfélaga.

Lesa meira

„Allir vilja nýta sínar eignir á sinn bestan hátt“

Eigendur átta jarða í Fljótsdalshreppi skrifuðu í síðustu viku undir samninga við danska orkufyrirtækið CIP um rétt til byggingar vindmylla á landi þeirra að undangengnum frekari rannsóknum. Landeigandi vonast til að mögulega uppbygging verði til að þess að styrkja samfélagið í sveitinni.

Lesa meira

Neskaupstaður sex mánuðum síðar – Myndir

Í dag er hálft ár liðið síðan snjóflóð úr Nesgili á íbúðarhús við göturnar Starmýri og Hrafnsmýri. Skemmdir urðu á húsum, bílum og fleiri eigum en íbúar sluppu án teljandi meiðsla.

Lesa meira

Gestum fjölgað um 20% við helstu ferðamannaperlur Austurlands

Gestum við helstu ferðamannaperlur Austurlands, Stuðlagil, Hafnarhólma og Hengifoss, hefur fjölgað verulega það sem af er ári miðað við síðasta ár og hafa aldrei mælst fleiri síðan teljarar voru settir upp á þessum stöðum.

Lesa meira

Samið við landeigendur um land undir vindorkugarð í Fljótsdal

Danska fyrirtækið CIP skrifaði í síðustu viku undir samning við eigendur átta jarða í Fljótsdal um frekari rannsóknir og byggingu vindmylla á landi þeirra. Rafmagnið á að nýta til að framleiða rafeldsneyti undir merkjum Orkugarðs Austurlands á Reyðarfirði. Stefnt er að hefja framleiðsluna þar eigi síðar en árið 2030.

Lesa meira

Mesta úrkoman mældist í Neskaupstað

Mesta úrkoman sem mældist í úrhellisrigningu á Austfjörðum í síðustu viku var í Neskaupstað. Úrkomumet var sett á Fáskrúðsfirði. Tugir ára líða á milli slíkra atburða. Tilkynnt var um aurskriður á fjórum stöðum í fjórðungnum.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.