


Um 10% fengu ekki SMS-boð almannavarna
Á milli 9-10% þeirra viðtækja GSM-kerfisins, sem voru í Neskaupstað á miðvikudag, virðast ekki hafa fengið SMS-boð sem send voru út þegar kerfi almannavarna var prófað.
Verið að biðja um að öryggisþátturinn verði metinn nánar við forgangsröðun jarðganga
Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, segir minnisblað um jarðgöng á Austurlandi, sem hann lagði fram á fundi ríkisstjórnarinnar síðasta föstudag, snúast um ákall að öryggi og hlutverk við almannavarnir verði metin nánar þegar jarðgangakostum á Austurlandi sé forgangsraðað. Hann efast um að haldið verði áfram til Norðfjarðar um Mjóafjörð í náinni framtíð, eins og ráð hefur verið gert, ef Fjarðarheiðargöng verða að veruleika.
Stofnun deildar FKA tækifæri til að auka samstöku, sýnileika og tengslanet
Stofnfundur Austurlandsdeildar Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) verður haldinn í dag. Skipuleggjendur segjast hafa fundið mikla þörf á slíkum samtökum kvenna eftir að undirbúningur stofnunarinnar hófst.
Lokað í Stefánslaug í Neskaupstað fram yfir helgi vegna verkfalls
Sundáhugafólk í Neskaupstað mun þurfa að leita annað en í Stefánslaug um helgina ef ekki tekst að leysa kjaradeilur BSRB og samninganefndar sveitarfélaga í dag eða á morgun.

Til áskrifenda Austurgluggans vegna innheimtukröfu
Stór hluti áskrifenda Austurgluggans fékk síðdegis á miðvikudag innheimtukröfu vegna áskriftar. Samskiptavandræði milli tölvukerfa virðist hafa valdið því að krafan var send út.
Hyggjast bjóða rafskútur í helstu kjörnum Austurlands
Nýir aðilar, Hopp Austurland, hafa tekið að sér að reka og halda úti rafskútum á Egilsstöðum og þeir sjá fyrir sér að koma fyrir slíkum tækjum í sem flestum kjörnum Austurlands gangi allt eftir á næstu árum.

Tæpur fjórðungur húsnæðis á Stöðvarfirði stendur autt þrátt fyrir íbúðaskort
Samkvæmt úttekt sem Íbúasamtök Stöðvarfjarðar hafa gert stendur 22 prósent alls húsnæðis í bænum meira eða minna tómt lunga ársins. Það á sama tíma og heimamenn finna fyrir eftirspurn eftir húsnæði í bænum.

Grútarmengun í Eskifirði líkast til vegna mannlegra mistaka
Að öllum líkindum má rekja grútarmengun sem vart varð við í Eskifirði á þriðjudagskvöldið til mannlegra mistaka.

20 metrar á sekúndu á morgun en 20 gráður á mánudag
Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun vegna hvassviðris á Austurlandi og Austfjörðum á morgun. Á mánudag, annan í hvítasunnu, er hins vegar von á 20 stiga hita.
Ókunn grútarmengun í Eskifirði
Íbúar á Eskifirði urðu þess varir í morgun að nokkur grútarmengun var á stöku stöðum í fjörum við bæinn og þar mest áberandi við fjöruna á Mjóeyrinni. Hreinsunarstarf hófst um hádegisbil og vonir standa til að því ljúki í dag.

Bjartsýnn á að lausn finnist með Faktorshúsið á Djúpavogi
Enn er alls óljóst hvaða hlutverki hið merka Faktorshús á Djúpavogi mun gegna í framtíðinni en auglýsing eftir samstarfsaðilum í því skyni nýverið bar engan árangur.