


Íbúi við Fossgötu á Seyðisfirði ekki á leið heim í bráð
Hanna Christel Sigurkarlsdóttir einn af íbúum við Fossgötu á Seyðisfirði segir að hún og fjölskylda hennar séu ekki á leið heim í bráð. Eins og kunnugt er af fréttum var rýmingu aflétt af Fossgötu um helgina en hún hafði staðið í mánuð eða frá því að skriðuföllin hófust.
Berglind Harpa gefur kost á sér í 2. – 3. sæti Sjálfstæðisflokksins
Berglind Harpa Svavarsdóttir, sveitarstjórnarfulltrúi í Múlaþingi, gefur kost á sér í 2. – 3. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir Alþingiskosningar í haust.
Rýma öll hús við Botnahlíð í varúðarskyni
Ákveðið hefur verið að rýma öll hús við Botnahlíð á Seyðisfirði auk húsa við gamla Austurveg og tveggja húsa við Múlaveg og Baugsveg vegna úrkomuspár um helgina. Rýmingin gildir til sunnudags en staðan verður þá metin að nýju.
Játuðu brot á sóttvarnalögum
Tveir einstaklingar sem brutu gegn sóttvarnalögum á Austurlandi í síðustu viku, hafa játað brot sitt. Verið er að skoða hvort ákæra verði gefin út.Líneik Anna vill leiða lista Framsóknarflokksins
Líneik Anna Sævarsdóttir alþingismaður, býður sig fram í 1. sæti framboðslista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi.
Rýmingu aflétt á Seyðisfirði, einnig á Fossgötu
Lögreglustjórinn á Austurlandi, í samráði við Veðurstofu Íslands og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, hefur ákveðið að aflétta rýmingu á þeim svæðum sem rýmd voru í varúðarskyni síðastliðið föstudagskvöld. Íbúar á þeim svæðum geta því haldið til síns heima.
Olís opnar hraðhleðslustöð á Reyðarfirði
Olís hefur tekið í notkun hraðhleðslustöð við afgreiðslu sína á Reyðarfirði. Þetta er fjórða stöðin sem fyrirtækið rekur. Fyrir eru stöðvar í Álfheimum í Reykjavík, Höfn í Hornafirði og Siglufirði.
Loðnuleit hafin að nýju út af Austfjörðum
Nú um helgina var haldið aftur til mælinga á stærð loðnustofnsins á uppsjávarveiðskipunum Ásgrími Halldórssyni SF og Polar Amaroq. Líkt og í fyrri mælingum eru þrír sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar í hvoru skipi.
Boða til íbúafundar á Seyðisfirði
Haldinn verður upplýsingafundur fyrir Seyðfirðinga í dag,18. janúar kl. 17.00. Tilgangur fundarins er að upplýsa íbúa Seyðisfjarðar um stöðu mála.
Engar hreyfingar mælst ofan Seyðisfjarðar
Engar hreyfingar hafa mælst í kringum Botnabrún, ofan Seyðisfjarðar, þrátt fyrir talsverða úrkomu þar síðustu nótt.