Bifreið fauk á Fagradal

Ekkert ferðaveður er á Austfjörðum þessa stundina, samkvæmt tilkynningu frá lögreglu. Fagradal var lokað eftir að bifreið fauk þar á hliðina í morgun.

Lesa meira

Um 10% fengu ekki SMS-boð almannavarna

Á milli 9-10% þeirra viðtækja GSM-kerfisins, sem voru í Neskaupstað á miðvikudag, virðast ekki hafa fengið SMS-boð sem send voru út þegar kerfi almannavarna var prófað.

Lesa meira

Verið að biðja um að öryggisþátturinn verði metinn nánar við forgangsröðun jarðganga

Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, segir minnisblað um jarðgöng á Austurlandi, sem hann lagði fram á fundi ríkisstjórnarinnar síðasta föstudag, snúast um ákall að öryggi og hlutverk við almannavarnir verði metin nánar þegar jarðgangakostum á Austurlandi sé forgangsraðað. Hann efast um að haldið verði áfram til Norðfjarðar um Mjóafjörð í náinni framtíð, eins og ráð hefur verið gert, ef Fjarðarheiðargöng verða að veruleika.

Lesa meira

Til áskrifenda Austurgluggans vegna innheimtukröfu

Stór hluti áskrifenda Austurgluggans fékk síðdegis á miðvikudag innheimtukröfu vegna áskriftar. Samskiptavandræði milli tölvukerfa virðist hafa valdið því að krafan var send út.

Lesa meira

Hyggjast bjóða rafskútur í helstu kjörnum Austurlands

Nýir aðilar, Hopp Austurland, hafa tekið að sér að reka og halda úti rafskútum á Egilsstöðum og þeir sjá fyrir sér að koma fyrir slíkum tækjum í sem flestum kjörnum Austurlands gangi allt eftir á næstu árum.

Lesa meira

Ókunn grútarmengun í Eskifirði

Íbúar á Eskifirði urðu þess varir í morgun að nokkur grútarmengun var á stöku stöðum í fjörum við bæinn og þar mest áberandi við fjöruna á Mjóeyrinni. Hreinsunarstarf hófst um hádegisbil og vonir standa til að því ljúki í dag.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.