Þokkalegur kraftur í kolmunnaveiðunum

Kolmunnaskipin hafa fengið ágætan afla á gráa svæðinu suður af Færeyjum í vikunni. Einn daginn fékk Bjarni Ólafsson AK 550 tonn eftir að hafa togað í 15 tíma, Beitir NK fékk 450 tonn eftir 16 tíma og Börkur NK 400 tonn eftir 12 tíma. Það er ljóst að kolmunnaveiðin er hafin og þokkalegur kraftur í henni.
 

Lesa meira

Töluverður eldur neðan í brúnni

Við fyrstu sýn virðast minniháttar skemmdir hafa orðið á brúnni yfir Lagarfljót, milli Egilsstaða og Fellabæjar, eftir að eldur kviknaði í rafmagnslögn undir brúnni.

Lesa meira

Litlar skemmdir á Lagarfljótsbrúnni

Ekki virðast hafa orðið teljandi skemmdir á brúnni yfir Lagarfljót, milli Egilsstaða og Fellabæjar, þegar eldur kviknaði í rafstreng sem liggur undir henni í dag. Umferð yfir hana er orðin eðlileg á ný.

Lesa meira

Telja umhverfismat vegna fiskeldis í Seyðisfirði ónýtt

VÁ! – félag um vernd fjarðar telur Fiskeldi Austfjarða ekki hafa farið að lögum við gerð frummatsskýrslu fyrir fyrirhugað fiskeldi í Seyðisfirði. Lögfræðingar félagsins segja fullyrðingar fyrirtækisins um að eldið falli ekki undir nýleg lög um skipulag haf- og strandsvæða ekki standast þar sem eldissvæðum hafi verið fjölgað eftir að lögin tóku gildi.

Lesa meira

Einn í einangrun vegna landamærasmits

Einn er í einangrun vegna smits á Austurlandi. Um landamærasmit er að ræða og tengist komu tuttugu og fimm manna hóps með Norrænu fyrir þremur vikum síðan.

Lesa meira

Blængur með 150 milljóna króna aflaverðmæti

Frystitogarinn Blængur NK sigldi inn á Norðfjörð í blíðunni í gær að lokinni vel heppnaðri veiðiferð. Aflaverðmætið nam um 150 milljónum kr. eftir 21 dags veiðiferð.

Lesa meira

Umferðin á Austurlandi jókst um rúm 26% í mars

Umferðin um Hringveginn á Austurlandi jókst um rúm 26% í mars miðað við sama mánuð í fyrra. Ef tekið er tímabilið frá áramótum er aukningin hinsvegar aðeins rúm 3% miðað við sama tímabil í fyrra.


Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.