Skriðurnar nýtt upphaf, ekki endir

Aurskriðurnar sem eyðilögðu stóran hluta bygginga Tækniminjasafns Austurlands á Seyðisfirði og feyktu hluta safnkostsins á haf út marka upphafið að nýjum kafla í sögu safnsins en ekki endalok þess að mati forstöðumanns. Mikil vinna er að baki en næg eftir við björgun muna og enduruppbyggingu.

Lesa meira

Metafköst í frystihúsi LVF á Fáskrúðsfirði

Í frystihúsi Loðnuvinnslunnar (LVF) á Fáskrúðsfirði hefur lífið gengið umfram sinn vanagang, ef þannig er hægt að komast að orði um góðan árangur.  Á dögunum var slegið met í afköstum frystihússins þegar 230 tonn af fiski voru unnin á 42 klukkustundum.  Hafa aldrei jafn mörg tonn farið í gegn um vinnsluna á jafn skömmum tíma.


Lesa meira

Um 1100 bólusettir á Austurlandi í vikunni

Norræna kom í gærmorgun til Seyðisfjarðar með 55 farþega innanborðs. Fimmtíu og einn þeirra fór í sýnatöku en fjórir hugðust halda áfram með skipinu og fóru því ekki í land. Tuttugu og tveir farþeganna fengu gistingu á sóttvarnarhótelinu í Hallormsstað. Aðrir ljúka sóttkví sinni annarsstaðar þar sem yfirvöld heimila.

Lesa meira

Steinar lagðir í götu skógræktar með skipulagsmálum?

Formaður Landssamtaka skógareigenda átelur ríki og sveitarfélög fyrir að reyna að leggja stein í götu skógræktar með kröfum um skipulag. Tími og peningar sem fari í slík mál hafi orðið til þess að áhugasamir aðilar hafi hætt við að fara í skógrækt.

Lesa meira

Síminn, Seyðisfjörður og Vélsmiðjan í forgangi

Munir sem tengdust sögu símans á Seyðisfirði, Vélsmiðju Jóhanns Hanssonar og byggðasögu Seyðisfjarðar voru settir í forgang við björgunaraðgerðir úr rústum Tækniminjasafns Austurlands eftir aurskriðurnar í desember. Forstöðumaður hjá Þjóðminjasafninu segir aðgerðirnar hafa reynt á fólk persónulega og faglega.

Lesa meira

1100 Austfirðingar bólusettir í dag og á morgun

Búið er að boða um 1100 Austfirðinga í bólusetningu vegna Covid-19 veirunnar í dag og á morgun. Vonast er til að þar með ljúki bólusetningu eldri en 60 ára og fólks með undirliggjandi sjúkdóma að mestu.

Lesa meira

Samvinna um byggingu íbúða á Fáskrúðsfirði

Á dögunum var ritað undir viljayfirlýsingu milli Fjarðabyggðar, leigufélagsins Bríetar og verktakafyrirtækisins Og synir/Ofurtólið um samvinnu við byggingu íbúðarhúsnæðis á Fáskrúðsfirði til leigu.

 

Lesa meira

Byggja fimm íbúða raðhús á Djúpavogi

Í upphafi vikunnar var tekin fyrsta skóflustungan að fimm íbúða raðhúsi við Markarland á Djúpavogi. Það er þróunarfélagið Hrafnshóll ehf. sem byggir íbúðirnar fyrir leigufélagið Nýjatún ehf.


Lesa meira

Undirbúningur háskólanáms í boði á Reyðarfirði

Frá og með næsta hausti mun Háskólinn í Reykjavík bjóða upp á undirbúningsnám fyrir háskólanám á Austurlandi, í samvinnu við Háskólann á Akureyri. Námið verður sveigjanlegt, blanda af hefðbundnu og stafrænu námi, með kennslu og aðstöðu í Fróðleiksmolanum á Reyðarfirði.

Lesa meira

Íbúar við Lambeyrarbraut efins um breytt skipulag

Staðfestingu nýs deiliskipulags fyrir Lambeyrarbraut á Eskifirði hefur verið frestað þar til haldinn hefur verið fundur með íbúum og hönnuðum. Íbúar hafa krafist skýrari svara í hvað fyrirhugaðar breytingar á götunni fela í sér.

Lesa meira

MAST óskar upplýsinga um dauða villta fugla

Matvælastofnun (MAST) vekur athygli á að stofnunin óskar eftir tilkynningum ef villtir dauðir fuglar finnast, nema augljóst sé að þeir hafi drepist af slysförum.


Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.