


Töluverður eldur neðan í brúnni
Við fyrstu sýn virðast minniháttar skemmdir hafa orðið á brúnni yfir Lagarfljót, milli Egilsstaða og Fellabæjar, eftir að eldur kviknaði í rafmagnslögn undir brúnni.
Kviknaði í rafstreng undir Lagarfljótsbrú
Eldur kviknaði í rafstreng sem liggur í brúnni yfir Lagarfljót, milli Egilsstaða og Fellabæjar, um klukkan hálf tvö í dag.
Múlaþing skrifar undir viljayfirlýsingu um samstarf við skoskan háskóla
Sveitarfélagið Múlaþing og Háskóli Hálanda og eyja í Skotlandi (University of Highlands and Islands – UHI) hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um samstarf á sviði háskólastarfs.
Litlar skemmdir á Lagarfljótsbrúnni
Ekki virðast hafa orðið teljandi skemmdir á brúnni yfir Lagarfljót, milli Egilsstaða og Fellabæjar, þegar eldur kviknaði í rafstreng sem liggur undir henni í dag. Umferð yfir hana er orðin eðlileg á ný.
Telja umhverfismat vegna fiskeldis í Seyðisfirði ónýtt
VÁ! – félag um vernd fjarðar telur Fiskeldi Austfjarða ekki hafa farið að lögum við gerð frummatsskýrslu fyrir fyrirhugað fiskeldi í Seyðisfirði. Lögfræðingar félagsins segja fullyrðingar fyrirtækisins um að eldið falli ekki undir nýleg lög um skipulag haf- og strandsvæða ekki standast þar sem eldissvæðum hafi verið fjölgað eftir að lögin tóku gildi.
Einn í einangrun vegna landamærasmits
Einn er í einangrun vegna smits á Austurlandi. Um landamærasmit er að ræða og tengist komu tuttugu og fimm manna hóps með Norrænu fyrir þremur vikum síðan.
Rýmingarskiltið fyrir Seyðisfjörð tilbúið
Rýmingarskiltið fyrir Seyðisfjörð er nú tilbúið að verður borið út í öll hús í bænum á næstu dögum.
Nýtt sorphirðudagatal væntanlegt á næstu dögum
Nýtt sorphirðudagatal fyrir Múlaþing og Fljótsdalshrepp verður birt á næstu dögum. Dráttur hefur orðið á því vegna breytinga á sorphirðu á Austurlandi.
Blængur með 150 milljóna króna aflaverðmæti
Frystitogarinn Blængur NK sigldi inn á Norðfjörð í blíðunni í gær að lokinni vel heppnaðri veiðiferð. Aflaverðmætið nam um 150 milljónum kr. eftir 21 dags veiðiferð.

Umferðin á Austurlandi jókst um rúm 26% í mars
Umferðin um Hringveginn á Austurlandi jókst um rúm 26% í mars miðað við sama mánuð í fyrra. Ef tekið er tímabilið frá áramótum er aukningin hinsvegar aðeins rúm 3% miðað við sama tímabil í fyrra.