Fjöldi Austfirðinga bólusettur á morgun

Covid-19 smitum meðal bólusettra hérlendis hefur fjölgað töluvert undanfarnar vikur. Í ljós hefur komið að stærsti hluti þeirra sem smitast eru úr hópi þeirra sem fengu bóluefni frá Janssen.

Lesa meira

Makrílveiðar loksins að glæðast í Smugunni

„Við erum hressari núna en við höfum verið síðustu daga. Við erum loksins komnir í fisk og við og Beitir erum búnir að taka eitt hol. Hvort skip fékk 100 tonn og er aflanum dælt um borð hjá okkur. Þetta er dálítið síldarblandað, ég hugsa að um 30% af aflanum sé síld. Á móti kemur að makríllinn sem fæst hér er 470-480 gramma fiskur, mun stærri en við höfum verið að fá að undanförnu," segir Þorkell Pétursson skipstjóri á Bjarna Ólafssyni AK í spjalli á vefsíðu Síldarvinnslunnar.


Lesa meira

Mikil eftirspurn eftir sumarbústöðum á Austurlandi

Mjög mikil eftirspurn er nú eftir sumarbústöðum á Austurlandi en framboð af slíkum eignum er ekki til staðar. Samhliða aukinni eftirspurn hefur verðið hækkað töluvert eða um 25% frá í fyrra.

Lesa meira

Langfæst Covid-19 smit á Austurlandi

Mikil fjölgun Covid-19 smita hefur verið hérlendis undanfarnar vikur og eru nú 1.304 í einangrun og 1.937 í sóttkví.

Lesa meira

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir í oddvitasæti Vinstri grænna

Óli Halldórsson, oddviti Vinstri grænna í NA-kjördæmi, hefur gefið frá sér oddvitasæti listans og tekur Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir við efsta sæti hans með þeim fyrirvara að kjördæmaráð staðfesti listans.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.