Popúlismi VG í Múlaþingi nær nýjum hæðum

Undanfarnar vikur höfum við hjá Fiskeldi Austfjarða fylgst með, svo vægt sé til orða tekið, furðulegri umræðu um „gjöf félagsins“ til Múlaþings.

Lesa meira

Austfirsk jarðgöng - hagkvæm forgangsröðun

Samgöngumál á Austurlandi eru eitt umdeildasta umræðuefni Austurlands. Sterkar skoðanir, miklar tilfinningar og valda oft á tíðum heiftugum deilum innan veggja kommentakerfa. Þær deilur ná til sveitarstjórnarmanna, þó í meira bróðerni séu og með málefnalegri hætti en tíðkast á veraldarvefnum. Engu að síður valda þessar deilur, tilfinningasemi og hagsmunir því að umræðan tekur ekki mið af heildarhagsmunum, arðsemi, fjárhagslegum styrk, atvinnu- og byggðaþróun né umferðaröryggi.

Lesa meira

Strokulaxar og löngu Gosanefin

Eftir síðustu slysasleppingu mættu Framkvæmdastjórar Arctic Fish og SFS í fjölmiðla og sögðu að villtum laxastofnum stafaði engin ógn af sjókvíaeldi. Þau segja að tekist hafi að búa til kerfi, sem muni vernda villtu laxastofnana. Þar eiga þau við bæði burðarþols- og áhættumat erfðablöndunar, sem eiga að tryggja það að fiskeldið verði ekki í því magni að villtum laxi stafi ógn af.

Lesa meira

Samfélagsábyrgð sveitarstjórnarfólks

„Umhverfisþátturinn er einn af megin þáttum í stefnumörkum hafna Múlaþings og stjórnendum ætlað að vinna samkvæmt því.“ Það var gott að lesa þessi orð sveitar- og hafnarstjóra Múlaþings Björns Ingimarssonar, í Austurfrétt.

Lesa meira

Seyðisfjörður - samfélag eða gróðapyttur?

Það gladdi mig á þriðjudagsmorgunn að sjá öll börnin leika sér á stóra hoppboltanum. Ekki séð svo mörg börn á Seyðisfirði síðan ég flutti hingað. Það ber merki þess að bjartsýni ríki. Skömmu síðar var mér sagt að Síldarvinnslan ætli að loka frystihúsinu eftir tvo mánuði og leggja þar með af fiskvinnslu á Seyðisfirði. Við það missa um 60 manns vinnu við veiði og verkun. Við sambærilegt áfall í Reykjavík myndu 10.000 störf hverfa.

Lesa meira

Gjaldeyrisskapandi hagkerfi í Fjarðabyggð en tekjurnar skila sér illa til baka

Ríkisstjórn Íslands kom til Egilsstaða í lok ágúst og átti þar góðan fund með fulltrúum sveitarfélaga á Austurlandi. Þar var farið yfir helstu áherslumál sveitarfélaga og þær aðgerðir sem brýnt er að ráðast í sem fyrst til að samfélögin geti haldið áfram að vaxa og dafna. Þar er Fjarðabyggð ekki undanskilin, síðustu misseri hefur farið fram mikil uppbygging og búum við í ört stækkandi samfélagi.

Lesa meira

Að gera heiminn betri – Grænfánaverkefnið til valdeflingar nemenda

Þegar nemendur í grunnskóla Borgarfjarðar Eystri voru spurðir hver tilgangurinn með grænfánaverkefninu væri svaraði einn nemandi að bragði: „Til að gera heiminn betri“. Grunn- og leikskólinn á Borgarfirði Eystri er einn þeirra tæplega 200 skóla á öllum skólastigum um land allt sem taka þátt í grænfánaverkefninu.

Lesa meira

Opið bréf til Gunnþórs Ingvasonar

Kæri Gunnþór frændi minn

Mig grunaði strax þegar þú skrifaðir hugljúfa grein fyrir nokkrum árum, um framtíð Seyðisfjarðar sem menningar, lista og ferðamannabæjar, að þú sæir nokkra leiki fram í tímann.

Lesa meira

Verðmætasköpun Austurlands

Ræða formanns Sambands sveitarfélaga á Austurlandi, flutt á fundi sveitarstjórnarmanna á Austurlandi með ríkisstjórn Íslands sem haldinn var á Egilsstöðum þann 31. ágúst 2023.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.