Í átt að fjölmenningarsamfélagi

Kæri íbúi!

Jóna Árný Þórðardóttir heiti ég og vinn hjá Austurbrú. Við vinnum að hagsmunamálum allra íbúa Austurlands og veitum þjónustu tengda atvinnulífi, menntun og menningu.

Lesa meira

LAust2: Dagbók vitavarðarins á Nesi

23. október 1939 kl. 19:15

Undirritaður vaknaði við heljarbyl þegar klukkan var um 10 mínútur gengin í 7 í morgunsárið. Þá hafði sjór gengið inn í anddyri vitans og tók þá undirritaður til handanna og jós út því vatni sem þar var og hafði það unnið umtalsverðar skemmdir á gólffjölum. Að því loknu hélt undirritaður með miklum flýti upp í ljóshús til að gá að ljósinu. Þegar þangað kom sá undirritaður að dáið var í luktinni og skipta þurfti því um kveik og olíu auk þess sem fægja þurfti kúpulinn.

Lesa meira

Passar landsbyggðin hvergi inn í excel?

Þrátt fyrir að sumarið leiki um okkur landsmenn þessa dagana og áhyggjur hverfi um stund hjá okkur þá stinga upp kollinum fréttir um lokun og hagræðingar víða í samfélaginu. Nú ætla ég ekki að draga á nokkurn hátt úr þeim alvarleika sem við stöndum frammi fyrir í efnahagslífinu og nauðsyn þess að bregðast við.

Lesa meira

LAust1: 10.06.20

Mörkin á milli geðheilsu og geðveiki eru að geta séð hvort vitleysan í hausnum á þér sé marktæk eða ekki. Ég er ekki með heimildir fyrir þessu en ég held að þetta sé stundum sagt. Þannig þegar þú ert farinn að taka mark á þeirri vitleysu í hausnum á þér sem venjulega væri ekki talin marktæk, þá ertu orðinn geðveikur.

Lesa meira

LAust3: Tvær myndasögur

Austurfrétt birtir næstu vikur sýnishorn úr verkum sem verða til hjá þeim sem sinna skapandi sumarstörfum á vegum Fljótsdalshéraðs og Fjarðabyggðar undir merkjum LAust. Listakonan María Rós er 19 ára gömul og býr á Eskifirði.

Lesa meira

Hver er sjónarhóll RÚV?

Í kvöldfréttum RÚV á sunnudag var farið yfir flutning ríkisstofnana út á land undir fyrirsögninni að Framsóknarflokkurinn hefði staðið á bakvið mest af þeim. En spurningin er hvort að fréttin skilji ekki eftir stærri fyrirsagnir og spurningar.

Lesa meira

Svona á forseti að vera

 „Forseti á ekki að vera illgjarn, forseti á ekki að vera orðljótur, forseti á ekki að vera óttasleginn, forseti á ekki að óttast framtíðina, forsetinn á ekki að óttast umheiminn eða það sem er honum framandi. Forseti á frekar að vera bjartsýnn, forseti á að vera lífsglaður og forseti á að hafa það alltaf í forgrunni að gera sitt besta, takast á við öll vandamál sem upp kunna að koma, viðurkenna þegar manni verður á og halda svo áfram.“

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.