Fjarðabyggð, í samstarfi við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, hefur samþykkt stofnframlög til tveggja íbúðaverkefna til viðbótar á Reyðarfirði og í Neskaupstað. Alls verða því framlög sveitarfélagsins um 108 milljónir frá yfirstandandi ári til ársins 2025 að mestu í samvinnu við húsnæðisfélagið Brák.
Drjúgar tafir hafa orðið á að borverktakar þeir sem ráðnir voru til jarðhitaleitar við Djúpavog fyrir hönd HEF veitna komist á staðinn og geti hafist handa. Tafirnar geta hugsanlega orðið til að setja framkvæmdasumarið á Djúpavogi í uppnám.
Múlaþing hefur formlega auglýst vinnslutillögur vegna breytinga á aðal- og deiliskipulagi vegna fyrirhugaðrar frístundabyggðar að Eiðum. Samkvæmt þeim þurfa landeigendur að draga verulega úr upprunalegum áformum sínum.
Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.