Skip to main content

Yfir sjö þúsund vinnustundir sjálfboðaliða að baki Unglingalandsmótinu

ÍþróttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 17. feb 2012 09:48Uppfært 08. jan 2016 19:22

ulm_uppgjor_16022012_0001_web.jpgÁ fimmta hundrað sjálfboðaliða lögðu á sig samtals yfir sjö þúsund stunda vinnu til að Unglingalandsmót UMFÍ yrði að veruleika. Nítján félög lögðu til sjálfboðaliða en langflestir komu frá Hetti.

 

Frá þessu var greint á uppgjörsfundi Unglingalandsmótsnefndar á Egilsstöðum í gærkvöldi. Sjálfboðaliðarnir voru alls 431 og vinnustundir þeirra 7176. Flestir sjálfboðaliðanna, 56% skráðu sig til vinnu fyrir Hött á Egilsstöðum.

Flestir sjálfboðaliðar voru að störfum við frjálsíþróttir eða 100 og næst flestir við knattspyrnu, 57. Flestar vinnustundir voru einnig skráðar á frjálsíþróttirnar, 2026 eða 28% en næst flestar á undirbúningsnefndina, 23%. Nefndin var að störfum í um tvö ár.

Yfir 60% vinnustundanna voru skráðar á sjálfboðaliða Hattar en næst flestar á Akstursíþróttafélagið START (6,4%) og á Þrist (4,8%).