Íþróttir
Færri komust að en vildu á torfærukeppni
Isavia torfæran fór fram í Ylsgrúsum, skammt frá Egilsstöðum, nú um helgina. Mikil fjöldi áhorfenda lét sjá sig, svo margir að einhverjir urðu frá að hverfa þegar búið var að ná þeim fjöldatakmörkunum sem skipuleggjendur höfðu sett í samráði við sóttvarnayfirvöld.