18 í prófkjöri Samfylkingarinnar í NA-kjördæmi

Alls gefa 18 kost á sér fyrir prófkjör Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi og er framboðsfrestur runninn út. Kjörfundur verður laugardaginn 7. mars. Sjö konur gefa kost á sér og 11 karlar. Sex falast eftir fyrsta sætinu.

cd16a2a0aeb3f9.jpg

Eftirtaldir einstaklingar buðu sig fram:


•   Aðalbjörn Björnsson, skólastjóri, 53 ára, Vopnafirði, sækist eftir 4.-5. sæti


•   Agnes Arnardóttir, atvinnurekandi, 47 ára, Akureyri, sækist eftir 1.-2. sæti


•   Benedikt Sigurðarson, framkvæmdarstjóri, 56 ára, Akureyri, sækist eftir 1.-6. sæti


•   Einar Már Sigurðarson, alþingismaður, 57 ára, Neskaupsstað, sækist  eftir 2. sæti


•   Gísli Baldvinsson, náms og starfsráðgjafi, 61 árs, Akureyri, sækist eftir 4.-6. sæti


•   Guðrún Katrín Árnadóttir, sérkennari, 51 árs, Seyðisfirði, sækist eftir 2.-4. sæti


•   Helena Þ. Karlsdóttir, lögfræðingur, 41 árs, Akureyri, sækist eftir 3.-4. sæti


•   Herdís Björk Brynjarsdóttir, nemi/verkakona, 25 ára, Dalvík, sækist eftir 3.-4. sæti


•   Jónas Abel Mellado, afgreiðslumaður, 21 árs, Akureyri, sækist eftir 3.-4.sæti


•   Jónína Rós Guðmundsdóttir, framhaldsskólakennari og formaður bæjarráðs í Fljótdalshéraði, 50 ára, Egilsstöðum,

sækist eftir 1.-2. sæti.


•   Kristján L. Möller, samgönguráðherra, 55 ára, Siglufirði, sækist eftir 1. sæti


•   Óðinn Svan Geirsson, verslunarstjóri, 48 ára, Akureyri, sækist eftir 1.-8. sæti


•   Logi Már Einarsson, arkitekt, 44 ára, Akureyri, sækist eftir 3. sæti


•   Sigmundur Ernir Rúnarsson, rithöfundur, 47 ára, Reykjavík, sækist eftir 2. sæti


•   Stefanía G. Kristinsdóttir, framkvæmdarstjóri, 39 ára, Egilsstöðum, sækist eftir 2.-4. sæti


•   Svala Jónsdóttir, sviðsstjóri, 42 ára, Akureyri, sækist eftir 3.-5. sæti


•   Þorlákur Axel Jónsson, framhaldsskólakennari, 45 ára, Akureyri, sækist eftir 3.-4. sæti


•   Örlygur Hnefill Jónsson, lögmaður og formaður Byggðastofnunar, 55 ára , Þingeyjarsveit, sækist eftir 1.-4. sæti

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.