30 milljónum úthlutað til menningarverkefna á Austurlandi

Menningarráð Austurlands úthlutar í dag, þriðjudaginn 27. janúar, um 30 milljónum króna til menningarstarfs á Austurlandi. Þetta er í níunda sinn sem úthlutað er styrkjum samkvæmt samstarfssamningi menntamálaráðuneytis, iðnaðarráðuneyt1089_07_1---statue--glasgow-gallery-of-modern-art_web.jpgis og sveitarfélaga á Austurlandi um menningarmál.

Úthlutunin fer fram við hátíðlega athöfn í Kirkju- og menningarmiðstöðinni í Fjarðabyggð kl. 15.00. Ávarp flytja meðal annarra, skrifstofustjóri ferðamála í iðnaðarráðuneyti, Helga Haraldsdóttir, og formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi, Björn Hafþór Guðmundsson.

  Samstarf ríkis og sveitarfélaga á Austurlandi

Hinn 14. maí 2001 undirrituðu öll sveitarfélögin á Austurlandi samstarfssamning um menningarmál og gerðu samning við menntamálaráðuneyti. Samningurinn var endurnýjaður 15. mars 2005, og í þriðja sinn 9. janúar 2008, þá við menntamálaráðuneyti og iðnaðarráðuneyti. Tilgangur samningsins er að efla menningarstarf á Austurlandi og beina stuðningi ríkis og sveitarfélaga á Austurlandi við slíkt starf í einn farveg.

  Menningarráð Austurlands

Menningarráð Austurlands er sjálfstætt ráð kosið af fulltrúum sveitarfélaga á Austurlandi. Hlutverk ráðsins er að standa fyrir öflugu þróunarstarfi í menningarmálum, hvetja til samstarfs og faglegra vinnubragða og stuðla að almennri vitund og þekkingu um málaflokkinn. Menningarráð Austurlands úthlutar fjármagni til menningarverkefna á Austurlandi samkvæmt samningi ríkis og sveitarfélaga á Austurlandi um menningarmál og hefur eftirlit með framkvæmd þess samnings.

  

Signý Ormarsdóttir er menningarfulltrúi Austurlands.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.