Það munaði svo litlu Höttur!

Annarrar deildar lið Hattar var tíu mínútum frá því að slá úrvalsdeildarlið Breiðabliks út úr bikarkeppni karla í knattspyrnu. Fjarðabyggð steinlá fyrir Fylki.

 

ImageNjáll Eiðsson, þjálfari Hattar, brá á það ráð að stilla upp fimm manna vörn til að halda aftur af Kópavogsliðinu í gær. Í hálftíma var útlit fyrir að sú leikaðferð ætlaði að ganga eftir að Anton Ástvaldsson kom Hetti yfir á 50. mínútu. Einar Freyr Helgason jafnaði fyrir Blika þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum. Í framlengingu skoraði Arnór S. Aðalsteinsson tvisvar og tryggði Blikum sigur.

Fjarðabyggð steinlá 6-1 fyrir Fylki í Árbæ. Högni Helgason skoraði mark Fjarðabyggðar þegar skammt var eftir af leiknum og úrslitin löngu ráðin.

Huginsmenn börðust hetjulega á Húsavík gegn Völsungi og uppskáru stig þar í D riðli þriðju deildar karla. Baldur Smári Elfarsson skoraði tvö mörk Seyðfirðinga og Jeppe Opstrup eitt í hans fyrsta leik í byrjunarliði í sumar. Seyðfirðingar jöfnuðu leikinn tvisvar í fyrri hálfleik og komust yfir í byrjun þess seinni áður en heimamenn jöfnuðu úr vítaspyrnu þegar vel var liðið á leikinn.
Leiknir tapaði 1-2 fyrir Dalvík/Reyni. Vilberg Marinó Jónasson skoraði mark Leiknis.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.