Orkumálinn 2024

Af toppi Herðubreiðar

Herðubreið er fallegt fjall og merkilegt og útsýnið af toppnum svíkur ekki.

Þegar litið er fjær sést til Vatnajökuls, Tröllasaga, Grímseyjar, út á Langnes og yfir Austfjarðafjallgarðinn. Það sést meira og minna yfir allt Norðausturkjördæmi. Áskoranir og tækifæri blasa við. Mismunandi byggðir og byggðakjarnar. Kjördæmið er stórt og verkefnin krefjandi en áhugaverð.

Sérstaða fái notið sín

Í störfum mínum sem alþingismaður hef ég ávallt unnið að sameiginlegum hagsmunum íbúa en á sama tíma lagt áherslu á að hver byggð fái notið sinnar sérstöðu og geti ræktað hana. Hver byggð er mikilvægur hlekkur, þar er þekking á aðstæðum og auðlindum lands og sjávar og tækifæri til verðmætasköpunar. Hlutverk opinberra aðila er að skapa umhverfi sem stuðlar að því að fólk og fyrirtæki vaxi og dafni.

Til þess þarf tryggar samgöngur, trygga raforku, örugg fjarskipti og aðgang að grunnþjónustu. Það eru grundvallarréttindi að fólk geti valið sér búsetu þar sem það kýs. Fjölbreytt atvinnutækifæri, fjölþætt framboð menntunar, menningar og heilbrigðisþjónustu jafnar búsetuskilyrði. Leikreglurnar sem hið opinbera setur atvinnulífinu þurfa að taka tillit til ólíkra aðstæðna, hvort sem markmið þeirra er að tryggja jafnræði á markaði, heilnæmi matvara, skynsamlega nýtingu náttúrunnar eða sjálfbærni.

Jafnrétti óháð búestu

Ég legg áherslu á jafnrétti óháð búsetu. Þar skiptir sköpum að aftur er kominn skriður á samönguframkvæmdir. Í Umhverfis og samgöngunefnd hef ég tekið virkan þátt í mótun áætlana um stórauknar samgönguframkvæmdir. Ég er stolt af þeirri vinnu og nefni sérstaklega Loftbrúna í því samhengi, en með henni bjóðast íbúum landsbyggðarinnar niðurgreidd flugfargjöld innanlands. Framkvæmdir við vegi, brýr, flugvelli og hafnir eru komnar á skrið og þeim þarf að halda áfram að krafti. Það er mín sannfæring að góðar samgöngur eru undirstaða þess að fólk geti valið búsetu þar sem það kýs.

Víðtæk samvinna

Hér í Norðausturkjördæmi er gott að búa og ég álít að við sem hér búum getum gert enn betur með víðtækari og betri samvinnu.

Það var heillandi að horfa yfir af toppi Herðubreiðar hér um árið og í störfum mínum sem Alþingismaður í sex ár hefur verið skemmtilegt að kynnast bæði mann- og atvinnulífi á svæðinu. Ég hef brennandi áhuga á að vinna áfram með íbúum kjördæmisins og að mótun samfélags sem stuðlar að því að íbúar geti gripið öll þau tækifæri sem hér eru til staðar.

Þess vegna sækist ég eftir því að leiða lista öflugra frambjóðenda Framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi fyrir næstu kosningar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.