AFL í fundaherferð og vinnustaðakynningar

Formaður AFLs Starfsgreinafélags, Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, hefur í dag mikla fundaferð um félagssvæði AFLs. Áformuð eru tugir funda og heimsókna á vinnustaði auk almennra félagsfunda á flestum þéttbýlisstöðum félagssvæðisins. Framkvæmdastjóri AFLs, Sverrir Mar Albertsson, verður frummælandi á fundunum ásamt Hjördísi.

asa4.jpg
Á dagskrá fundanna eru kynning og umræður um fyrirliggjandi hugmyndir um breytingar á aðalkjarasamningi á almennum vinnumarkaði, ástand í efnahagsmálum þjóðarinnar og uppbygging og mótun framtíðarsamfélagsins.Miðað er við að umræður verði með sem mestri þátttöku almennra fundarmanna og stefnir forysta AFLs á að eftir fundina liggi grunnur að stefnumörkun félagsins sem unnt yrði að leggja fyrir ársfund trúnaðarmanna í mars til frekari mótunar svo og efniviður fyrir samninganefnd félagsins sem fundar í lok fundaferðar Hjördísar, en áformað er að formenn aðildarfélaga ASÍ hittist um miðjan febrúar til að marka stefnu Alþýðusambandsins í kjaramálum komandi mánaða.  Upplýsingar um fundarstaði og tímasetningar má finna á vef AFLs; www.asa.is 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.