Austurglugginn kominn út

Austurglugganum er að þessu sinni dreift á öll heimili á Austurlandi og fylgir blaðinu kynningarblað um Jazzhátíð Egilsstaða á Austurlandi sem hefst í næstu viku á Egilsstöðum, í Neskaupstað og á Seyðisfirði. Meðal efnis í Austurglugganum er viðtal Gunnars Gunnarssonar við Matti Vanhanen, forsætisráðherra Finna, um ESB og landbúnaðarmálin, leiðaraumfjöllun um kvenréttindadaginn í dag og viðtal við Sigrúnu Steindórsdóttur sem lauk á dögunum sveinsprófi í húsgagnasmíði, ein fárra kvenna. Þá eru umfjöllun og myndir frá brautskráningu nemenda við Verkmenntaskóla Austurlands og Menntaskólann á Egilsstöðum. Eins og glöggir lesendur hafa eflaust áttað sig á hefur útgáfudegi Austurgluggans verið hnikað til og kemur hann út á föstudögum í sumar. Austurglugginn; - brakandi ferskur og sumarlegur.

agl_kominn_t1_2.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.