Austurland, ævintýri líkast

Um árabil hefur Austurland verið markaðssett undir slagorðinu Austurland, ævintýri líkast og er það hverju orði sannara.

Það er óhætt að segja að hér bíði ævintýri manns handan við hornið hvort heldur í formi hátíða, tónleika, viðburða, ratleikja, verslana, íþróttaviðburða, veitingastaða, baðstaða, gönguleiða, ferðamannastaða og ég gæti haldið lengi áfram. Náttúrufegurðin er hér einni gríðarleg og þykir mögum það nóg til að njóta. Það eitt að sitja úti í náttúrunni og heyra í lækjarnið, fuglasöng eða hreinlega ekki neitt verður ekki sett í verð. Það skyldi engan undra að hér eru allar gistingar fullar yfir hásumarið.

Við búum svo vel að því að hér er fjöldi aðila, einstaklinga, félagasamtaka, hópa fólks og verkefna innan sem utan sveitarfélaga sem keyrð eru áfram af metnaði, dugnaði og atorkusemi og oftar en ekki sem sjálfboðaliðastörf eða illa launuð störf með mjög víða starfslýsingu. Störf sem við flest tökum sem sjálfsögðu og næst að víst að gestir okkar átta sig ekki á því að þau er unnin frá hjartanu.

Ég ætla hér að hrósa þeim þúsundum handtaka sem koma að því að gera Austurland að ævintýri. Hvort heldur við gerð göngustíga, þjónustu í verslunum, skipulagningu viðburða, sjálfboðaliðastarfi sem og launuðu starfi. Það er óhætt að segja að Austurland væri fátæklegt ef við hefðum ekki þessa fjölbreyttu menningu, ríku þjónustu, okkar fallega fólk og náttúruna okkar. Við vitum að það er mikilvægt að hrósa og telja má að almennt séum við ekki nógu dugleg að hrósa. Ég hvet ykkur því öll að hrósa okkar fólki í framlínunni við næsta tækifæri og héðan af, hvet ykkur til að taka þátt í okkar samfélagi og því fjölbreytta starfi sem hér er að finna, byrja nýtt eða endurvekja eldra.

Takk fyrir

Höfundur er forseti bæjarstjórnar Múlaþings
 
 

 

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.