Búið að draga úr hreindýraveiðileyfum

Dregið var úr umsóknum um hreindýraveiðileyfi í dag. Ævinlega er mikil eftirvænting meðal umsækjenda þennan dag, enda sumir sem fá dýr ár eftir ár meðan aðrir sitja eftir með sárt ennið eitt árið enn. Veiða má 1.333 dýr í ár. Um þau bárust 3.265 umsóknir, en þar af voru 38 ógildar. 54 umsóknir voru erlendis frá. Fjöldi manns er að venju á biðlista og eiga tugir þeirra ágætan möguleika á að fá veiðileyfi, þar sem alltaf er eitthvað um að menn skili inn veittu veiðileyfi.

riffill3.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.