Bjartsýni um olíu á Drekanum

Auknar líkur virðast nú á að olía kunni að finnast á Drekasvæðinu, norðaustur af Íslandi. Nýlegar hljóðbylgjumælingar og endurmat á upplýsingum sem þegar liggja fyrir benda til þess að setlög, svipuð þeim sem finna má á nærliggjandi og jarðfræðilega tengdum olíusvæðum við Noreg og Grænland.  

drekasvi.jpg

Á mbl.is kemur fram að Orkustofnun muni kynna  þessar niðurstöður á ráðstefnu American Association of Petroleum Geologists Prospect and Property Expo (APPEX), sem er að hefjast í London og stendur fram á fimmtudag. 

„Við erum staðráðin í að kanna vel hvort að olía leynist á Drekasvæðinu þrátt fyrir efnahagskreppuna,“ er haft eftir Össuri Skarphéðinssyni, utanríkis- og iðnaðarráðherra, á vefsíðunni Oil and Gas Online. Segir Össur ennfremur að mörg alþjóðleg olíufyrirtæki hafi þegar lýst yfir áhuga á frekari rannsóknum á svæðinu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.