Bókavaka Safnahússins á fimmtudag

Árleg bókavaka Safnahússins á Egilsstöðum verður næstkomandi fimmtudagskvöld  og hefst kl. 20. Fimm Austfirðingar lesa þar úr ritum sínum, nýútgefnum.

 

 

vefbkur.jpg

Eftirtaldir höfundar/aðstandendur bóka lesa úr verkum sínum:

 
  • Smári Geirsson (ritstjóri) – Þræðir. Hrafnkell A. Jónsson foringi og fræðimaður
  • Ingunn Snædal – Í fjarveru trjáa – vegaljóð
  • Hálfdán Haraldsson – Norðfjarðarbók. Þjóðsögur, sagnir og örnefnaskrár
  • Rannveig Þórhallsdóttir – Ég hef nú sjaldan verið algild. Ævisaga Önnu á Hesteyri
  • Guðjón Sveinsson – Litir og ljóð úr Breiðdal
 

Einnig verður fjallað um rúman tug annarra austfirskra bóka sem komu út á árinu.

 

Aðgangur ókeypis og kaffi á könnunni

 

Gert er ráð fyrir að dagskránni ljúki um kl. 21.30

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.