Blessuð heiðlóan er komin

Vorboðinn ljúfi er kominn til landsins. Fyrsta heiðlóan sást ein á flugi yfir Einarslundi á Höfn í morgun og ljóðaði í loftinu um vorkomu með sínu yndæla dirrindíi. Blessaðar lóurnar taka því senn að flykkjast til landsins. Lóan á Höfn er nokkuð snemma á ferðinni, því að jafnaði koma fyrstu fuglarnir á bilinu 20. til 31. mars.

heila.jpg

Á vefnum www.fuglar.is segir frá því að margir skógarþrestir hafi komið til landsins síðustu nótt. Mörg hundruð þrestir hafa sést á Höfn og einnig hafa þeir borið niður á Jökuldal og Húsavík. Þá streyma álftir nú til landsins og fylla loftið sínu hása kvaki.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.