Deilt um loftnet og rafmengun

Áhrif fjarskiptamastra á Selhæð og Brúarásskóla og rafmengun í fjárhúsum hefur talsvert verið rædd á Fljótsdalshéraði undanfarna mánuði.

 

Íbúar á Selhæð, í nágrenni við vatnsmiðlunartankinn þar, hafa óskað eftir nánari upplýsingum um áhrif frá fjarskiptamastri sem Vodafone setti upp á Selhæð. Íbúarnir hafa lýst yfir áhyggjum sínum af mögulegri geislun frá mastrinu og farið fram á að afstaða þeirra til framkvæmdarinnar verði könnuð. Í bréfi frá Vodafone kom fram að útvarpsbylgjur frá endurvarpsstöð sem þessari hafi ekki heilsuspillandi áhrif, fasteignaverð í námunda við farsímastöðvar hafi ekki lækkað.

Vodafone falaðist einnig eftir að að koma upp GSM loftneti á Brúarásskóla. Þrjár nefndir sveitarfélagsins klofnuðu við afgreiðslu málsins. Fulltrúar B-lista í bæjarstjórn, fræðsluráði og bæjarráði sátu hjá því þeir vildu að sér jarðskaut yrði lagt fyrir loftnetsbúnaðinn. Þráinn Lárusson D-lista, sem sat hjá við afgreiðslu málsins í fræðslunefnd, greiddi atkvæði með því í bæjarráði og bæjarstjórn þar sem meirihlutinn samþykkti uppsetningu loftnetsins. Einnig var samþykkt að yfirfara rafmagnsmál í húsnæði sveitarfélagsins að Brúarási.

Í Fljótsdalshreppi hefur Orkulausnir, fyrirtæki Brynjólfs Snorrasonar, gert athugun á ástandi jarðtenginga á bæjum. Á nokkrum bæjum var sett aukajarðskaut í íbúðar- og fjárhús til að spennujafna húsin og draga úr rafmengun.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.