Dæmdur fyrir að kaupa bensín með korti Alcoa

ImageHéraðsdómur Austurlands dæmdi í seinustu viku tæplega fimmtugan karlmann í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að kaupa bensín með korti vinnuveitanda síns.

 

Maðurinn keypti bensín fyrir 113 þúsund krónur með viðskiptakorti Alcoa-Fjarðaáls á leiðinni milli Eskifjarðar og Reykjavíkur í fyrrasumar. Færslurnar voru tólf. Maðurinn var árið 2001 dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi til tveggja ára fyrir fjársvik , en hélt þá skilorð. Hann játaði brot sitt greiðlega, bæði við yfirheyrslur lögreglu og fyrir dómi.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.