Dregur úr atvinnuleysi á Austurlandi
Atvinnuleysi hefur minnkað talvert á Austurlandi og eru nú rúmlega 270 atvinnulausir í fjórðungnum miðað við fimmhundruð þegar ástandið var hvað verst fyrir rúmum tveimur mánuðum. Þá var áberandi hversu margir karlar voru án atvinnu en nú er kynjahlutfall atvinnulausra svo til jafnt. Flestir eru nú atvinnulausir á Fljótsdalshéraði og næstflestir í Fjarðabyggð.