Einar Bragi Bragason er Austfirðingur ársins 2008

Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur!

Úrslit liggja fyrir í vali lesenda vefsins á Austfirðingi ársins 2008. Það er skemmst frá því að segja að Einar Bragi Bragason, tónlistarmaður og skólastjóri Tónlistarskólans á Seyðisfirði, hlaut flest atkvæði.

Aðrir sem komu sterkir inn voru Matthildur Matthíasdóttir og foreldrar hennar í Neskaupstað fyrir aðdáunarvert æðruleysi og dugnað í erfiðum veikindum Matthildar, Ólafur Kristinn Kristínarson, fyrir óbilandi drifkraft í málefnum utandeildarknattspyrnu á Austurlandi, Jón Hilmar Kárason, tónlistarmógúll í Neskaupstað og Sverrir Mar Albertsson, framkvæmdastjóri AFLs starfsgreinafélags á Austurlandi, fyrir störf sín að verkalýðsmálum.

photo_16.jpg

Einar Bragi Bragason er kvæntur Ásu Kristínu Árnadóttur og eiga þau Elmar Braga 18 ára og Elísu Björt tíu ára.

Hann er þekktur saxófónleikari og lagasmiður. Hann hefur leikið inn á ótölulegan fjölda hljómplatna gegnum tíðina og gefið út tvær undir eigin nafni. Hann spilaði lengi með hinni vinsælu danshljómsveit Stjórninni. Það er ekki orðum aukið að ef einhvers staðar er verið að músisera á Austurlandi er líklegra en ekki að Einar Bragi komi þar meira en lítið við sögu.

 

Líklega er best að gefa Einari Braga sjálfum orðið, en svona gerir hann upp nýliðið ár á bloggi sínu:

 

,,Allavega gerði ég margt nýtt á árinu......Draumar komu út síðastliðið vor og hafa bara fallið vel í kramið hjá fólki og sannað það fyrir mér að maður á bara að fylgja eigin hjarta í plötugerð.....ekki láta áhyggjur af útvarpsspilun ofl stöðva mann.

Nú stór partur af Draumum var dansverk og hef ég aldrei unnið slíkt áður og var hrein unun að fylgjast með Irmu Gunnarsdóttur danshöfundi og hennar fólki í þessu verkefni.

Jazzhátíð Austurlands á Austurlandi hefur aldrei verið jafn flott (Til lukku Jón Hilmar).

Nú Draumar voru fluttir live 2 á stórskrítnum stöðum, í aðgöngum Kárahnjúkavirkjunar og Gvendarbrunnum.....eru þessar tvær uppfærslur það stærsta sem ég hef gert á minni æfi.

Larry Carlton gítarsnillingur sá verkið og lét í ljós ánægju sína með það.(og á diskinn he he)

Einnig fór ég og spilaði á Jazzátíð í Sortland í norður Noregi.....þar voru kaflar úr Draumum leiknir á opnunarkvöldi hátíðarinnar af stóru biggbandi með mér sem sólista.

Þarna úti hélt ég einnig mína eigin tónleika með Norskum hljóðfæraleikurum og spilaði á Gospeltónleikum með 2 Norskum söngdívum...

Ég hef ekki hugmynd hvað ég spilaði á mörgum dansleikjum á árinu en þeir voru þó nokkrir auk stórafmælis Geirmundar Valtýs.

Í okt spiluðum við félagarnir í Jazzkvintettinum Draumar eina tónleika á Rósenberg sem var æðilega gaman.

Ekki gekk þó allt upp á árinu.....má þar nefna að ég sendi eitt lag í hina Íslensku Júróvisíonkeppni sem ekki hlaut náð dómnefndar(furðulegt) en lagið samdi ég ásamt 2 Myspace vinum mínu þeim Jens og Stinu Engelbrecht úr Sænsku hljómsveitinni Sarek(lagið er í spilaranum hér við hliðina og er sungið af Ernu Hrönn)...

Einnig varð eg efstur og jafn öðrum skólastjóra Tónlistarskóla í kosningu í fagráð Tónlistarskóla en tapaði  þar á hlutkesti...Ég skal líka alveg viðurkenna að ég vonaðist að Draumar yrðu tilnefndir til Íslensku tónlistarverðlaunanna en ekki gekk það heldur upp.

Allir í minni fjölsk hafa verið heilsuhraustir á árinu og heild hefur árið bara verið helv. fínt......

Á árinu 2008 hefur maður kynnst fullt af nýu skemmtilegu fólki sem verður gaman að rækta á nýju ári...Gleðilegt ár Bloggvinir og takk fyrir það gamla.

Árið 2009 verður ár Álfa og Álfadísa. „

 

Svo mælist Austfirðingi ársins: Einari Braga Bragasyni. Til hamingju með titilinn!

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.